Er eitthvað að marka stefnuræðu forsætisráðherra? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 3. október 2011 07:00 Í kvöld flytur Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína. Flestir muna hvernig ástandið var á Austurvelli við sama tilefni fyrir ári síðan. Í ljósi fjöldamótmæla gat ríkisstjórnin ekki annað en brugðist við. Yfirlýsingar voru gefnar um að tekið yrði mynduglega á skuldum heimilanna. Skipuð var nefnd. Niðurstaðan var ekki almenn leiðrétting skulda heldur að búin yrðu til flókin, sértæk úrræði. Reynslan sýnir að fáir hafa getað nýtt sér úrræðin, þau hafa skilað litlu og að fólki er mismunað eftir því við hvaða banka eða lánastofnun það hefur viðskipti. Hver verða skilaboð forsætisráðherra til þjóðarinnar í kvöld?Það er því miður ekki flókið að spá fyrir um málflutning forsætisráðherra í kvöld. Hún mun tala um hversu hratt og vel hefur gengið að endurreisa íslenskt efnahagslíf og að á Íslandi hafi mælst næstmesti hagvöxtur OECD ríkja á 2. ársfjórðungi 2011. Að auki má búast við endurteknu efni; að ríkisstjórnin hafi lagt grunn að 7.000 störfum sem verði til „á næstu misserum“; að verðbólga hafi lækkað og að slakað hafi verið á heljargreipum verðtryggingarinnar með því að bjóða upp á óverðtryggð lán hjá bönkum og Íbúðalánasjóði; að 150 milljarðar hafi verið afskrifaðir af skuldum heimilanna og að „allir hafi fengið eitthvað“ eins hún orðaði það í Kastljósi. Að lokum er ekki ólíklegt að forsætisráðherra hreyki sér af því að árangur ríkisstjórnarinnar veki nú alþjóðlega athygli. Er eitthvað að marka þetta?Endurreisnin hefur ekki gengið hratt og vel. Þvert á móti hafa gríðarleg tækifæri glatast. Atvinnulífið er enn í frosti eins og jafnvel ASÍ bendir á og ríkisstjórnin hefur á pólitískum forsendum þvælst fyrir hverju atvinnuskapandi málinu á eftir öðru. Listi þeirra erlendu fjárfestingarverkefna sem stefna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa fælt frá landinu lengist sífellt. Hagvöxtur á Íslandi er í næstneðsta sæti, (ekki næstefsta) OECD-ríkja þegar litið er á valdatíma ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðeins evrópska vandræðabarnið Grikkland er verr statt í þeim samanburði, enda hagvöxtur hér neikvæður um 6,7% árið 2009 og aftur neikvæður um 4,0% í fyrra. AGS spáði því í apríl að verðbólga hér á landi yrði um 2,6% á þessu ári. Hún er nú komin í 5,7% og ekki útlit fyrir lækkun, þvert gegn loforðum ríkisstjórnarinnar við síðustu kjarasamningagerð. Það er aðeins eitt margra markmiða sem ríkisstjórnin setti fram þá sem ekki hafa staðist. Forsætisráðherra hefur verið að tala um að grunnur hafi verið lagður að þúsundum starfa sem verði til „á næstu misserum“ síðan hún tók við embætti. Og þótt atvinnuleysi mælist nú „aðeins“ 6,7% hafa þúsundir Íslendinga og erlendra ríkisborgara flutt frá Íslandi vegna atvinnuleysis. Fækkun starfa er því mun meiri en atvinnuleysistölur dagsins í dag segja til um. Endurtekin loforð Jóhönnu Sigurðardóttur um þúsundir starfa á „næstu misserum“ eru því aðeins til marks um að ríkisstjórn hennar hefur mistekist að endurreisa atvinnulífið í landinu. Afnám verðtryggingar? Leiðrétting skulda?Munum líka að fjölgun óverðtryggðra lánakosta hjá bönkum og Íbúðalánasjóði núna er ekki það sama og að afnema verðtryggingu á þeim lánum sem heimilin burðast með nú þegar. Áður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Vinnan er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og Jóhanna gefur í skyn. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Þessi aðgerð tekur því ekki á vandanum sem verðtryggingin veldur íslenskum heimilum. Varðandi afskriftir til heimilanna getur forsætisráðherra ekki talið sér til tekna þá 120 milljarða niðurfærslu sem kom til vegna ólöglegra gengislána. Það héti að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Aðeins tæp 2% af skuldum heimilanna hafa verið leiðrétt fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Það er staðreyndin um skjaldborgina. Það er hins vegar alveg rétt hjá Jóhönnu að ríkisstjórn hennar hefur sannarlega vakið alþjóðlega athygli. Eftir meira en 100 skattabreytingar og loforð um fleiri, stóryrtar yfirlýsingar ráðherra um þjóðnýtingu fyrirtækja og að gjaldmiðill landsins sé ónýtur er Ísland komið á opinbera lista tryggingafyrirtækja yfir ríki þar sem alþjóðlegir fjárfestar þurfa sérstaklega að óttast pólitíska óvissu. Við þurfum nýja hugsun, nýja áætlunÞað er furðulegt að hugsa til þess að í kvöld mun forsætisráðherra flytja þjóðinni stefnuræðu sem heldur ekki vatni. Spyrja má hvort ekki væri einfaldara fyrir hana að endurflytja ræðuna frá 4. október í fyrra. Fátt hefur breyst síðan þá. Sú staðreynd er til marks um að það er þörf á nýrri hugsun. Einungis þannig má snúa við þeim öfugu hvötum sem hafa verið festir í sessi undanfarin tvö og hálft ár og hefja uppbyggingu raunverulegs velferðarsamfélags. Tími atvinnuuppbyggingar og fjárfestingar þarf að hefjast. Tími skattahækkana og blóðugs niðurskurðar á grunnstoðum samfélagsins, tími Jóhönnu Sigurðardóttur, er liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kvöld flytur Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína. Flestir muna hvernig ástandið var á Austurvelli við sama tilefni fyrir ári síðan. Í ljósi fjöldamótmæla gat ríkisstjórnin ekki annað en brugðist við. Yfirlýsingar voru gefnar um að tekið yrði mynduglega á skuldum heimilanna. Skipuð var nefnd. Niðurstaðan var ekki almenn leiðrétting skulda heldur að búin yrðu til flókin, sértæk úrræði. Reynslan sýnir að fáir hafa getað nýtt sér úrræðin, þau hafa skilað litlu og að fólki er mismunað eftir því við hvaða banka eða lánastofnun það hefur viðskipti. Hver verða skilaboð forsætisráðherra til þjóðarinnar í kvöld?Það er því miður ekki flókið að spá fyrir um málflutning forsætisráðherra í kvöld. Hún mun tala um hversu hratt og vel hefur gengið að endurreisa íslenskt efnahagslíf og að á Íslandi hafi mælst næstmesti hagvöxtur OECD ríkja á 2. ársfjórðungi 2011. Að auki má búast við endurteknu efni; að ríkisstjórnin hafi lagt grunn að 7.000 störfum sem verði til „á næstu misserum“; að verðbólga hafi lækkað og að slakað hafi verið á heljargreipum verðtryggingarinnar með því að bjóða upp á óverðtryggð lán hjá bönkum og Íbúðalánasjóði; að 150 milljarðar hafi verið afskrifaðir af skuldum heimilanna og að „allir hafi fengið eitthvað“ eins hún orðaði það í Kastljósi. Að lokum er ekki ólíklegt að forsætisráðherra hreyki sér af því að árangur ríkisstjórnarinnar veki nú alþjóðlega athygli. Er eitthvað að marka þetta?Endurreisnin hefur ekki gengið hratt og vel. Þvert á móti hafa gríðarleg tækifæri glatast. Atvinnulífið er enn í frosti eins og jafnvel ASÍ bendir á og ríkisstjórnin hefur á pólitískum forsendum þvælst fyrir hverju atvinnuskapandi málinu á eftir öðru. Listi þeirra erlendu fjárfestingarverkefna sem stefna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa fælt frá landinu lengist sífellt. Hagvöxtur á Íslandi er í næstneðsta sæti, (ekki næstefsta) OECD-ríkja þegar litið er á valdatíma ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðeins evrópska vandræðabarnið Grikkland er verr statt í þeim samanburði, enda hagvöxtur hér neikvæður um 6,7% árið 2009 og aftur neikvæður um 4,0% í fyrra. AGS spáði því í apríl að verðbólga hér á landi yrði um 2,6% á þessu ári. Hún er nú komin í 5,7% og ekki útlit fyrir lækkun, þvert gegn loforðum ríkisstjórnarinnar við síðustu kjarasamningagerð. Það er aðeins eitt margra markmiða sem ríkisstjórnin setti fram þá sem ekki hafa staðist. Forsætisráðherra hefur verið að tala um að grunnur hafi verið lagður að þúsundum starfa sem verði til „á næstu misserum“ síðan hún tók við embætti. Og þótt atvinnuleysi mælist nú „aðeins“ 6,7% hafa þúsundir Íslendinga og erlendra ríkisborgara flutt frá Íslandi vegna atvinnuleysis. Fækkun starfa er því mun meiri en atvinnuleysistölur dagsins í dag segja til um. Endurtekin loforð Jóhönnu Sigurðardóttur um þúsundir starfa á „næstu misserum“ eru því aðeins til marks um að ríkisstjórn hennar hefur mistekist að endurreisa atvinnulífið í landinu. Afnám verðtryggingar? Leiðrétting skulda?Munum líka að fjölgun óverðtryggðra lánakosta hjá bönkum og Íbúðalánasjóði núna er ekki það sama og að afnema verðtryggingu á þeim lánum sem heimilin burðast með nú þegar. Áður en Íbúðalánasjóður getur boðið upp á óverðtryggð útlán þarf sjóðurinn að vinna sig út úr verðtryggingunni. Vinnan er á byrjunarstigi sem þýðir að óverðtryggð fasteignalán eru ekki handan við hornið eins og Jóhanna gefur í skyn. Auk þess verður ekki hægt að bjóða þeim sem þegar hafa tekið verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð. Þessi aðgerð tekur því ekki á vandanum sem verðtryggingin veldur íslenskum heimilum. Varðandi afskriftir til heimilanna getur forsætisráðherra ekki talið sér til tekna þá 120 milljarða niðurfærslu sem kom til vegna ólöglegra gengislána. Það héti að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Aðeins tæp 2% af skuldum heimilanna hafa verið leiðrétt fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Það er staðreyndin um skjaldborgina. Það er hins vegar alveg rétt hjá Jóhönnu að ríkisstjórn hennar hefur sannarlega vakið alþjóðlega athygli. Eftir meira en 100 skattabreytingar og loforð um fleiri, stóryrtar yfirlýsingar ráðherra um þjóðnýtingu fyrirtækja og að gjaldmiðill landsins sé ónýtur er Ísland komið á opinbera lista tryggingafyrirtækja yfir ríki þar sem alþjóðlegir fjárfestar þurfa sérstaklega að óttast pólitíska óvissu. Við þurfum nýja hugsun, nýja áætlunÞað er furðulegt að hugsa til þess að í kvöld mun forsætisráðherra flytja þjóðinni stefnuræðu sem heldur ekki vatni. Spyrja má hvort ekki væri einfaldara fyrir hana að endurflytja ræðuna frá 4. október í fyrra. Fátt hefur breyst síðan þá. Sú staðreynd er til marks um að það er þörf á nýrri hugsun. Einungis þannig má snúa við þeim öfugu hvötum sem hafa verið festir í sessi undanfarin tvö og hálft ár og hefja uppbyggingu raunverulegs velferðarsamfélags. Tími atvinnuuppbyggingar og fjárfestingar þarf að hefjast. Tími skattahækkana og blóðugs niðurskurðar á grunnstoðum samfélagsins, tími Jóhönnu Sigurðardóttur, er liðinn.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun