Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun