Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 07:30 Ármann Smári spilaði síðast landsleik í 2-1 tapi gegn Skotum í apríl 2009. Mynd/Nordic photos/AFP Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi. Hornfirðingurinn var einn fjölmargra sem fóru frá Hartlepool í maí. „Það kom nýr þjálfari sem var með sínar áherslur. Einhverjum líkaði það ekki og aðrir vildu fara því þeir voru ekkert að fá að spila hjá honum. Menn eru víst í þessu til þess,“ segir Ármann Smári sem segir nýja þjálfarann hafa fengið til sín tíu leikmenn sem hafi spilað undir hans stjórn áður. „Ég sá fljótlega eftir að hann tók við að ég væri ekki að passa í myndina hjá honum. Ég fékk bara þá hugmynd að finna mér nýtt félag.“ Sú spurning hlýtur að vakna hvort félög í Pepsi-deildinni hefðu ekki getað notast við krafta Ármanns Smára í sumar. Eyjamenn og Valsarar hafa átt í framherjavandræðum en ekkert félag stendur jafnilla og Fram sem hefur aðeins skorað sjö mörk í fjórtán leikjum. „Það var óvenju rólegt,“ segir Ármann Smári spurður hvort íslensku félögin hafi reynt að fá hann til sín. Hann hafi enn hug á því að spila úti og sé að skoða sig um þar. Ármann Smári fór á dögunum til Svíþjóðar og æfði með Jónasi Guðna Sævarssyni og félögum í Halmstad. Félagið er í slæmum málum í deildinni, vermir botnsætið og virðist stefna í fall hjá félaginu. „Ég var þar í fjóra daga en æfði bara tvisvar. Það var frí hjá þeim og svo stuttu síðar skiptu þeir um þjálfara. Ég hef ekki heyrt neitt frá þeim,“ segir Ármann Smári sem hefur gert allt klárt í Englandi fyrir væntanlegan flutning. Hvert svo sem hann verður. „Ég er búinn að pakka dótinu mínu í geymslugám. Það er klárt hvert sem ég fer. Það þarf bara að finna heimilisfang á gáminn,“ segir Ármann léttur. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður kappans, segist aðallega horfa til Norðurlandanna, Englands og Skotlands eftir nýju félagi. Ármann Smári segist myndu skoða allt sem kæmi upp en viðurkennir að aðstæður séu breyttar nú þegar hann sé kominn á fertugsaldurinn. „Þegar maður er komin með tvö börn og fjölskyldu þarf maður að skoða betur hvert maður vill fara,“ sagði Hornfirðingurinn geðþekki.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira