Moggalygi í Magmamáli Guðbrandur Einarsson skrifar 5. ágúst 2011 07:00 Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli. Vegna þess að nú hamast menn við að endurskrifa söguna eftir sínu höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp nokkur atriði sem leiddu til þess að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Orka) gekk okkur úr greipum á sínum tíma. 1. Það voru forráðamenn sveitarfélaganna sjálfra sem seldu hluti þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy árið 2007. Þáverandi fjármálaráðherra, sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiessen, lagði einnig sitt af mörkum og sá til þess að ríkið seldi sinn hlut. Þá barðist ég ásamt mörgu góðu fólki gegn þessu en við höfðum því miður ekki erindi sem erfiði. Margir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum tóku á þessum tíma peningalega skammtímahagsmuni fram yfir samfélagslega langtímahagsmuni. 2. Það voru sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ásamt GGE sem skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur og HS Orku árið 2009 og sáu til þess að eignarhlutur Reykjanesbæjar í HS Orku var færður yfir til GGE. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðust mjög hart gegn þessu en sjálfstæðismenn komu þessu í gegn í krafti meirihluta síns í bæjarstjórn. 3. Það voru síðan forráðamenn GGE sem hófu strax á árinu 2009 að selja Magma hluti í HS Orku. 4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að GGE væri komið í þrot og Magma myndi kaupa HS Orku þá var það meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem heimilaði að Magma yfirtæki það skuldabréf sem gefið hafði verið út á GGE á sínum tíma. Sá gjörningur gerði það að verkum að Magma gat keypt hlut GGE í HS Orku. Þegar hér var komið sögu var því miður ekkert sem gat stöðvað þessa sölu, nema að til hefðu komið stórfelldar skaðabætur. Stórkapítalistinn Ásmundur Friðriksson ætti að skilja það að það var ekki hægt að grípa inn í lögleg viðskipti fyrirtækja sín á milli. Ég minnist þess ekki að bæjarstjórinn Ásmundur Friðriksson hafi á einhverju stigi lagst á sveif með okkur sem reyndum að koma í veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og lenti í höndum einkaaðila og síðar útlendinga. Ég minnist þess heldur ekki að hann hafi á einhverjum tímapunkti gagnrýnt forráðamenn sveitarfélaganna fyrir þetta. Ég skil það vel að það þjóni hagsmunum sjálfstæðismanna að kenna bara vesalings fjármálaráðherranum um þetta allt saman. Annað eins fær hann yfir sig þessa dagana. Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina í öllu þessu máli. Ég hafði hins vegar ekki gert mér grein fyrir að menn væru svo vitlausir að halda að við Suðurnesjamenn værum búnir að gleyma því hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar. Ásmundur þarf að halda nokkrar skötuveislur til viðbótar áður en það gerist.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun