Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 16. júní 2011 09:30 Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun