Á að slíta friðinn um Rammaáætlun? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar