Enn er beðið eftir lausn á skuldavandanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júní 2011 06:00 Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun