Hljómleikarnir í London 1985 Einar Benediktsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun