Takk! Erla Skúladóttir. skrifar 20. maí 2011 07:00 Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar