Höll tónlistarinnar, hús fólksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2011 06:00 Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykjavík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlagagerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðarmönnum framkvæmdarinnar, ráðherrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, einhverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráðherrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáverandi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarðanir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verkefnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menningarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobsdóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píparar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríðlækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbyggingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menninguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sinfóníuhljómsveit og eflingu tónlistar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur áratugum og hefur staðið yfir sleitulaust síðan með hæðum og lægðum. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og veraldlegu verðmætum sem listsköpun margs konar hefur fyrir samfélagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjónustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða tillaga hefði verið valin fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu hússins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttarafl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðarfullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggenheimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun