Víti að varast Þorvaldur Gylfason skrifar 14. apríl 2011 06:00 Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um frumvarpsdrögin lið fyrir lið og sögðu: Þessi ákvæði verða aldrei samþykkt í þinginu, svo að við verðum að taka þau út. Þannig fuku nýjungarnar út úr frumvarpsdrögunum hver á fætur annarri; ein þeirra snerist um heimildir til erlendrar fjárfestingar í sjávarútvegi. Eftir stóðu frumvarpsdrög, sem voru eins og reyttur kjúklingur, hvorki fugl né fiskur. Nefndin gafst upp fyrir fram fyrir ímyndaðri andstöðu á Alþingi frekar en að láta reyna á viðbrögð þingsins. Óttablandin valdhlýðni varð góðum ásetningi yfirsterkari. Ísland í hnotskurn. Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina. Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum. Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um frumvarpsdrögin lið fyrir lið og sögðu: Þessi ákvæði verða aldrei samþykkt í þinginu, svo að við verðum að taka þau út. Þannig fuku nýjungarnar út úr frumvarpsdrögunum hver á fætur annarri; ein þeirra snerist um heimildir til erlendrar fjárfestingar í sjávarútvegi. Eftir stóðu frumvarpsdrög, sem voru eins og reyttur kjúklingur, hvorki fugl né fiskur. Nefndin gafst upp fyrir fram fyrir ímyndaðri andstöðu á Alþingi frekar en að láta reyna á viðbrögð þingsins. Óttablandin valdhlýðni varð góðum ásetningi yfirsterkari. Ísland í hnotskurn. Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina. Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum. Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun