Víti að varast Þorvaldur Gylfason skrifar 14. apríl 2011 06:00 Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um frumvarpsdrögin lið fyrir lið og sögðu: Þessi ákvæði verða aldrei samþykkt í þinginu, svo að við verðum að taka þau út. Þannig fuku nýjungarnar út úr frumvarpsdrögunum hver á fætur annarri; ein þeirra snerist um heimildir til erlendrar fjárfestingar í sjávarútvegi. Eftir stóðu frumvarpsdrög, sem voru eins og reyttur kjúklingur, hvorki fugl né fiskur. Nefndin gafst upp fyrir fram fyrir ímyndaðri andstöðu á Alþingi frekar en að láta reyna á viðbrögð þingsins. Óttablandin valdhlýðni varð góðum ásetningi yfirsterkari. Ísland í hnotskurn. Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina. Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum. Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um frumvarpsdrögin lið fyrir lið og sögðu: Þessi ákvæði verða aldrei samþykkt í þinginu, svo að við verðum að taka þau út. Þannig fuku nýjungarnar út úr frumvarpsdrögunum hver á fætur annarri; ein þeirra snerist um heimildir til erlendrar fjárfestingar í sjávarútvegi. Eftir stóðu frumvarpsdrög, sem voru eins og reyttur kjúklingur, hvorki fugl né fiskur. Nefndin gafst upp fyrir fram fyrir ímyndaðri andstöðu á Alþingi frekar en að láta reyna á viðbrögð þingsins. Óttablandin valdhlýðni varð góðum ásetningi yfirsterkari. Ísland í hnotskurn. Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina. Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum. Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun