
Víti að varast
Þjóðin ræðurÞessa djúpu gryfju má stjórnlagaráðið ekki falla í eftir allt, sem á undan er gengið. Það er, sýnist mér, einhugur í ráðinu um, að tillögur þess um breytingar á stjórnarskránni þurfi að leggja í dóm þjóðarinnar án efnislegra afskipta Alþingis eftir þeirri sjálfsögðu reglu, að aðili máls, Alþingi í þessu dæmi, má ekki gerast dómari í eigin sök. Það er til dæmis ekki Alþingis að fjalla um fjölda alþingismanna. Þetta segir sig sjálft. Af þessu helgast sú skoðun, að Alþingi þurfi í samræmi við núgildandi stjórnarskrá að leggja tillögur stjórnlagaráðsins beint í dóm þjóðarinnar. Af þessum sökum er eðlilegt, að stjórnlagaráðið velti fyrir sér, hvaða tillögur séu líklegar til að falla þjóðinni í geð. Ráðið þarf að ræða við þjóðina.
Ég met stöðuna svo, að þjóðin óski í ljósi hrunsins gagngerra breytinga á stjórnarskránni. Hrunið er tilefni þess, að Alþingi ákvað að láta endurskoða stjórnarskrána. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) mælir afdráttarlaust með breytingum á stjórnarskránni vegna hrunsins. Þannig má líta á verkefni stjórnlagaráðsins sem lið í endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Tillögur þjóðfundarins í október 2010 um breytingar á stjórnarskránni eru skýrar umbótatillögur. Tillögur stjórnlaganefndarinnar, sem birtar voru 6. apríl 2011, eru að sama skapi afdráttarlausar. Stjórnlagaráðinu ber að lögum að taka mið af tillögum þjóðfundarins og stjórnlaganefndar. Það liggur í hlutarins eðli, að tillögum þjóðfundarins, stjórnlaganefndarinnar og síðan stjórnlagaráðsins er ekki ætlað að vera til skrauts, þvert á móti. Við þurfum vegna hrunsins að breyta leikreglunum til að breyta leiknum.
Auðlindir í þjóðareignTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Þjóðfundurinn og stjórnlaganefnd mæla með því, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána. Slíkt ákvæði er hægt að orða og útfæra með ýmsum hætti. Af þeim 23 stjórnlagaráðsfulltrúum, sem lýstu skoðunum sínum á málinu fyrir stjórnlagaþingskosningarnar í nóvember 2010, sögðust 22 vera hlynntir slíku ákvæði. Af þessu öllu má ráða yfirgnæfandi líkur þess, að slíkt ákvæði verði hluti af tillögum stjórnlagaráðsins, þegar upp verður staðið. Slíku ákvæði getur varla verið ætlaður staður í stjórnarskránni upp á punt. Nei, því hlýtur þvert á móti að vera ætlað að breyta gangi leiksins með því að færa þjóðinni aftur virkt eignarhald á auðlindunum og arðinn af þeim. Þetta er í ljósi reynslunnar ekki jafnauðsótt og það kynni að virðast. Nýlega ítrekaði flokksþing Framsóknarflokksins þá skoðun flokksins, að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði sett í stjórnarskrána, en lýsti jafnframt andstöðu við fyrningarstefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Í þessu felst, að Framsóknarflokkurinn er í reyndinni hlynntur ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, en aðeins til málamynda: hann er fús til að breyta leikreglunum, en hann er andvígur breytingum á gangi leiksins. Aðrir flokkar hafa orðið berir að sama tvískinnungi. Fyrst afhentu flokkarnir útvegsmönnum kvótann á silfurfati án þess að upplýsa, hvað þeir fengu í staðinn (ætla má, að það hafi verið vænar fúlgur fjár miðað við upplýsingar RNA og Ríkisendurskoðunar um greiðslur og lán bankanna og skyldra fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna fyrir hrun). Þegar allt var um garð gengið, þótti sömu stjórnmálamönnum tímabært að bæta lífvana ákvæði um þjóðareign inn í stjórnarskrána. Stjórnlagaráðið þarf að veita þjóðinni kost á virku auðlindaákvæði. Þjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin kalla einum rómi eftir því. Því kalli þurfum við að hlýða. Dauður bókstafur dugir ekki.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar