Afturkippur í jafnrétti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2011 06:00 Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Staðan er þessi: um 540 opinberum starfsmönnum hefur verið sagt upp, þar af voru 470 konur en 70 karlar, fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið stórlega lækkaðar, börn komast seinna inn á leikskóla og launamunur kynjanna hefur lítið minnkað. Svona er nú jafnvægið hér á Íslandi rúmum tveimur árum eftir efnahagshrunið. Eflaust má finna á þessu margar skýringar, en þær bæta ekki ástandið. Eftir situr að menn sofnuðu á verðinum. Sjónarmiðin um að jafnréttiskrafan ætti ekki rétt á sér í kreppu, urðu ofan á. Illu heilli. Mistök ráðamanna ættu að vera hverjum manni augljós. Stefna vinstri stjórnarinnar var kynjuð hagstjórn. Enginn vinnur meira gegn þeirri stefnu en stjórnin sjálf. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnu er hrópandi og það litla sem gert er miðar allt að því að styrkja hinar svonefndu “karlastéttir” í stað þess að horfa til beggja kynja. Hugsunarleysi eða ekki, slæmt er það. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé almennt miklu hrifnari af skattahækkunum en niðurskurði, voru greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eitt það fyrsta sem tekið var af fólki og fjölskyldum – og það ekki bara einu sinni heldur í þrígang. Þar með var allt bit dregið úr einu helsta jafnréttistæki landsmanna þótt vissulega séu einhverjir sem gráti ekki það bitleysi. Við því mátti búast en undanlátssemi gagnvart slíkum draugum fortíðar er ekki í boði. Sannarlega mætti nefna fleiri sláandi dæmi þar sem ábyrgðin úr ranni hins opinbera er augljós. Við eigum alltaf að hafa jafnrétti í huga, heima hjá okkur, á vinnustaðnum og í daglegu lífi. Hvar sem er, hvenær sem er. Jafnréttismál eru samfélagsmál. Munum að mismununin, meðvituð sem ómeðvituð, hefst strax í æsku. Munum að mælingar á mismunun birtist víða hvort sem er í skóla, tómstundum eða vinnustöðum. Og hættum aldrei að tala um það. Sama hvað Icesave eða stjórnlagamál taka mikið pláss í umræðunni. En þótt ráðamenn sofni á verðinum og gleymi því að jafnrétti á ávallt að vera til staðar, en ekki bara í jafnri skiptingu ráðherrasæta á milli kynjanna, skulum við hin muna eftir þessu mikilvæga máli, alltaf og alls staðar. Nú þarf að standa vaktina.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun