Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Jón Gnarr skrifar 5. mars 2011 11:07 Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru í skóla- og frístundamálum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til samreksturs skóla og frístundaheimila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingarvinnu borgaryfirvalda til framtíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundnar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og unglinga, óháð stofnunum og sviðum. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börnunum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístundaheimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntanleg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skólakerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segjum sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leikskóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leikskólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting húsnæðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þróunar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístundafræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við neinar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sameiningu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Faglegt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sameininguna og sonur minn er jafnánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nánari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/skoliogfristund
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun