Hinn árlegi Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt og að venju var mikið um dýrðir. Vestrið hafði betur gegn Austrinu, 148-143.
Kobe Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 37 stig. Hann var í kjölfarið valinn besti maður leiksins en þetta var í fjórða skiptið sem Kobe hlýtur þessa útnefningu.
Lið Vesturdeildarinnar var sterkara liðið allan tímann með Kobe í svakaformi. Hjá Austrinu var LeBron James magnaður með 29 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.
Kobe er orðinn fjórði stigahæsti maðurinn í sögu Stjörnuleiksins. Michael Jordan skoraði 262 stig á sínum tíma en Kobe er kominn með 244.
Kobe bestur í Stjörnuleiknum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
