Arsenal og Bayern München áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 9. mars 2010 18:24 Nicklas Bendtner skoraði þrennu í kvöld og bætti upp fyrir öll klúðrin um síðustu helgi. Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira