Lífsgæði hafnarsvæðisins 20. ágúst 2010 06:00 Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun