Rök Bjarna Benediktssonar 29. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun