Góðverk á annarra kostnað 9. nóvember 2010 06:00 Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, núverandi ráðherra og fyrrverandi formaður BSRB, lýsti því yfir nýverið að hann væri fylgjandi hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfellingu skulda. Þessar tillögur gera ráð fyrir að lánardrottnar gefi eftir af kröfum sínum til þess að gera þetta kleift. Í tillögum frá Hagsmunasamtökum heimilanna má m.a. lesa eftirfarandi: „Gerð er tillaga um að kaupendur húsbréfa, húsnæðisbréfa og annarra skuldabréfa, sem Íbúðalánasjóður hefur notað til að fjármagna útlán sín, taki þátt í leiðréttingunni. Leiðrétting verðtryggðra lána getur ekki átt sér stað án þess að Íbúðalánasjóði sé veitt svigrúm til slíkra leiðréttinga. Möguleikar sjóðsins til slíks eru takmarkaðir nema að lánardrottnar sjóðsins gefi eftir hluta af sínum kröfum." Íbúðalánasjóður hefur að stórum hluta verið fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og það yrðu því lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að taka þessar niðurfærslur á sig. Skv. útreikningum myndu þær kosta um það bil 220 milljarða og þar af yrði hlutur lífeyrissjóðanna u.þ.b. 130 milljarðar. Allir lífeyrissjóðir landsins urðu fyrir verulegu fjárhagstjóni af efnahagshruninu og hafa þeir sem greitt hafa til almennu lífeyrissjóðanna orðið fyrir talsverðum réttindamissi vegna skerðinga sem grípa þurfti til í kjölfarið. Opinberu lífeyrissjóðirnir hafa einnig tapað verulegum fjármunum en munurinn á þeim og hinum almennu er sá að þar tapar enginn sínu vegna þess að ríkið ábyrgist að opinberir starfsmenn haldi fullum réttindum hvað sem tautar og raular. Þessi tillaga sem Ögmundur Jónasson ráðherra hefur lýst sig samþykkan gengur út á það að skerða enn frekar réttindin í almennu lífeyrissjóðunum. Ögmundur heldur hins vegar alveg fullum réttindum í sínum sjóði. Til þess að svo megi verða, verður að hækka skatta annarra launþega sem því til viðbótar hefðu tekið á sig skerðingar á lífeyrisréttindum vegna niðurfærslu lána. Það er einfalt að gera góðverk á annarra manna kostnað.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar