Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag 29. maí 2010 09:00 Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira