Varnir á netinu Ólafur Stephensen skrifar 1. nóvember 2010 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur undanfarna tíu daga fjallað um varnarleysi Íslands gagnvart tölvuárásum. Slíkar árásir eru taldar vaxandi ógn við öryggi ríkja og geta verið af margvíslegum toga. Tölvuþrjótar geta reynt að ráðast á netkerfi einstakra fyrirtækja eða jafnvel heilu ríkjanna og hefur glæpastarfsemi á netinu vaxið gríðarlega. Talið er að hryðjuverkamenn geti valdið miklum skaða í netkerfum og er rökstuddur grunur um að þjóðríki séu byrjuð að beita netárásum sem vopni gegn óvinum. Þannig urðu netkerfi í Eistlandi fyrir alvarlegum árásum í kjölfar deilna við Rússland árið 2007 og Georgía varð fyrir heiftarlegum netárásum samhliða innrás Rússa í landið ári síðar. Vitað er að kínverski herinn hefur lagt mikið fé til þróunar nethernaðar. Netkerfi eru lífsnauðsynleg flestum þróuðum samfélögum. Truflun á netsamskiptum getur núorðið valdið gífurlegum usla, fjárhagstjóni og jafnvel slysum og dauðsföllum. Flest ríki leggja því vaxandi áherzlu á netvarnir. Varnir gegn tölvuárásum af margvíslegum toga eru þannig orðnar talsverður þáttur í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Eistum hefur verið falin forysta á því sviði innan bandalagsins, enda eru þeir reynslunni ríkari. Undirbúningur netvarna var hafinn hér á landi bæði á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og Varnarmálastofnunar en stöðvaðist vegna fjárskorts, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Póst- og fjarskiptastofnun hefur árum saman mælzt til þess að sérstöku viðbragðsteymi gegn netárásum yrði komið á fót hér á landi. Undir það hefur verið tekið í samþykktum Alþingis og var hópur sem vann hættumat fyrir Ísland á vegum utanríkisráðuneytisins sama sinnis. Lítið hefur hins vegar gerzt í málinu fyrr en í síðustu viku, eftir að Fréttablaðið fjallaði um það. Að tillögu Ögmundar Jónassonar, dóms- og mannréttindamálaráðherra og samgönguráðherra, hefur ríkisstjórnin nú samþykkt að koma á fót öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. Gert er ráð fyrir að á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar verði tveir til þrír sérfræðingar í fullu starfi við þetta verkefni. Þetta eru skjót viðbrögð hjá Ögmundi, en verkefnið er líka þess efnis að því verður að sinna. Kostnaðurinn við varnirnar er miklu minni en það tjón sem getur orðið ef Ísland er óviðbúið tölvuárás. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur," sagði Ögmundur í samtali við Fréttablaðið á laugardag. Það er rétt hjá Ögmundi og jákvætt hvað ráðherrann er orðinn áhugasamur um landvarnir - að minnsta kosti á netinu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar