Sol Campbell hefur ásakað dómarann Martin Hansson um að hafa staðið í vegi sínum þegar Porto skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í gær.
Hann segir að dómarinn hafi hindrað sig í að verjast óbeinni aukaspyrnu sem leiddi til sigurmarksins. Porto vann leikinn 2-1.
„Dómarinn stendur fyrir framan mig og aðstoðar þá við að taka spyrnuna. Það er ekki gott. Ég gat ekki komist að boltanum, hann beinlínis hindraði mig í að ná til boltans," sagði Campbell sem var ekki sáttur.
Hansson dómari hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann dæmdi handboltamark Thierry Henry gegn Írlandi gilt.