Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Sigurjón Þórðarson skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt.
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar