Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Sigurjón Þórðarson skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar