Atvinnan skiptir öllu máli Dagur B. Eggertsson skrifar 29. maí 2010 06:00 Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Atvinnan er grunnurinn að öllu hinu. Við höfum lagt fram útfærða aðgerðaráætlun sem virkaði í Árósum og í kreppunni miklu í Bandaríkjunum. Við viljum flýta framkvæmdum, leggja áherslu á viðhaldsverkefni við skóla, leikskóla, þjónustumiðstöðvar aldraðra, sundlaugar og uppbyggingu í hverfum borgarinnar. Við verðum verðum að skapa fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og koma af stað fjárfestingu. Þannig komum við vinnufúsum höndum til starfa. Í skólamálum leggjum við áherslu á að stöðva niðurskurðinn og standa vörð um faglegt starf. Vanlíðan stráka er aðkallandi vandamál sem þarf að veita miklu meiri athygli og einnig þarf að tryggja að ekkert barn sé án hollra skólamáltíða vegna fjárhagsstöðu foreldra. Samfylkingin sættir sig ekki við sístækkandi raðir eftir matargjöfum hjálparstofnana. Við viljum hækka grunnframfærslu til þeirra sem hafa minnst á milli handanna. Við viljum líka styrkja frístundakort barna svo ekkert barn hrekist úr íþróttum eða æskulýðsstarfi vegna efnahags. Í þriðja lagi þarf af fjölga öruggum valkostum í húsnæðismálum með því að koma upp almennum leigumarkaði í Reykjavík. Þessi metnaðarfulla stefna er afrakstur hugmyndavinnu undanfarinna missera sem hefur meðal annars farið fram á tugum heimafunda um alla borg og á Reykjavíkurþingi. Allt er þetta nýbreytni í stefnumótun stjórnmálaflokka í borginni. Kæru kjósendur. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur hugmyndirnar sem við berjumst fyrir og veita okkur umboð til að hrinda þeim í framkvæmd. Á framboðslista Samfylkingarinnar er úrvalsfólk sem ég er stoltur af enda góð blanda af endurnýjun og reynslu. Þetta er kraftmikill hópur með mikla þekkingu á verkefnum Reykjavíkurborgar. Ég vona að við fáum þinn stuðning. Dagur B. Eggertsson.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun