Eiga allir að heimta 25% hækkun? 19. febrúar 2010 06:00 Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar