Svandís Svavarsdóttir: Í þágu náttúru og komandi kynslóða Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. maí 2010 06:00 Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar