Sibert 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun