NBA í nótt: Clippers vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:00 Baron Davis í baráttunni í nótt. Mynd/AP Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst. NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst.
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira