Giuseppe Pancaro, fyrrum varnarmaður AC Milan, hefur ráðlagt sínum mönnum fyrir leikinn á móti Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Pancaro segir að AC Milan verði að stoppa Wayne Rooney til þess að komast áfram í átta liða úrslitin.
„Ensku liðin berjast allaf allan tímann og gefast aldrei upp. Wayne Rooney er frábær leikmaður en ef Milan stoppar Rooney og þá vinna þeir United," sagði Giuseppe Pancaro við Tuttomercatoweb.com.
„Rooney er sterkur og fljótur en ég held samt að þetta getið orðið erfitt kvöld hjá honum þar sem að hann þarf að glíma við Alessandro Nesta. Nesta og Thiago Silva geta stoppað hvaða framherja sem er í heiminum," sagði Pancaro.
„Meistaradeildin er alltaf aðalmarkmið Milan á tímabilinu og það er bara inngróið í DNA leikmanna. Þeir verða treysta á Ronaldinho og samvinnu hans við Pato. Góð samvinna milli þeirra tveggja geta gert Milan að ósigrandi liði," segir Pancaro.
Giuseppe Pancaro varð ítalskur meistari með AC Milan árið 2004 en hann varð einnig meistari með Lazio árið 2000 og lék 19 landsleiki fyrir Ítala á árunum 1999 til 2005.
Fótbolti