Með puttann í rassvasann Þórir Garðarsson skrifar 14. nóvember 2010 00:01 Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru slæmar fréttir að fyrirhuguð aukning á áætlunarflugi Icelandair sé í uppnámi vegna hugmynda um hækkanir á farþega- og lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir sérstökum aukalegum skatti á áfengi og tóbak sem selt er í Fríhöfninni. Samkvæmt fréttum treysta stjórnendur Flugstöðvarinnar sér ekki til að setja fyrirhugaðan skatt á áfengi og tóbak í Fríhöfninni af samkeppnisástæðum. Í staðinn eru þeir með hugmyndir um að ná í tilskyldar viðbótartekjur með því að hækka gjöld fyrir aðra þjónustu sem ekki er í samkeppni, svo sem lendingar- og farþegagjöld. En hvar á þetta að stoppa? Hvað ætla menn að gera ef Ísland gengur í Evrópusambandið, þar sem tollfrjáls sala verður bönnuð. Við það yrði Fríhöfnin væntanlega af töluverðum tekjum. Megum við búast við stórum hækkunum á þjónustu Keflavíkurflugvallar vegna þess? Við verðum að gera þá kröfu til fyrirtækja sem ekki eru í samkeppni, að aðhalds sé gætt í gjaldskrárhækkunum. Ekki er líðandi að tekjumissir úr einni rekstrareiningu sé bættur með gjaldskrárhækkunum í öðrum rekstrareiningum. Öll fyrirtæki þurfa að hagræða og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Keflavíkurflugvöllur er stórt fyrirtæki sem hefur væntanlega ýmsa möguleika til hagræðingar og tekjuöflunar s.s með nýsköpun. Þar má t.d. benda á þá möguleika að hleypa að rekstraraðilum sem bjóða aukna þjónustu sem getur gefið tekjur fyrir Flugstöðina. Ef tekjuskerðing og aukinn kostnaður Flugstöðvarinnar næst ekki til baka með nýjum tekjustofni og/eða hagræðingu verður ríkisjóður, sem eigandi félagsins, að öðrum kosti að bæta upp tekjumissinn með peningum skattgreiðenda. Ferðaþjónustan er að skila 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári og væntingar eru um að þær tekjur aukist um a.m.k. 15 milljarða á næsta ári. Viljum við fórna þeim ávinningi með því að okra svo á ferðamönnum að þeir hætti við að koma hingað? Fyrirhuguð aukning Icelandair í áætlunarflugi skapar 200 störf. Þar til viðbótar má áætla að viðbótarstörfum í ferðaþjónustu fjölgi verulega, auk betri nýtingar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis, sem bætir þar með afkomu þeirra. Viljum við fórna því? Skattahækkun á ferðaþjónustuna er stórhættuleg þróun sem klárlega mun hafa áhrif á eftirspurn. Að kasta krónunni til að hirða aurana er léleg fjármálastjórnun. Það er sársaukafullt til þess að hugsa að þegar búið er að tæma bæði hægri og vinstri vasana sjái fjármálaráðherra enga aðra leið en að troða klónum í þrönga rassvasa svo undan blæði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar