Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku 19. ágúst 2010 00:15 Kristján níundi Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu. Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira