Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku 19. ágúst 2010 00:15 Kristján níundi Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu. Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira