Þættir sem skipta máli Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2010 05:00 Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar