Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir 24. nóvember 2009 00:45 Mótmæli í Brussel Hópur mótmælenda kom saman fyrir utan byggingu leiðtogaráðs Evrópusambandsdins í Brussel í gær, með grímur nokkurra helstu leiðtoga sambandsins. Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira
Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira