Ný og virkari velferð 10. desember 2009 06:00 Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Áhersla á miðstýrt stofnanakerfi hefur lengi verið mikil en síðustu þrjá áratugi hafa sprottið upp hreyfingar sem andæft hafa sterku stofnanakerfi og kallað eftir auknu valdi einstaklinga yfir daglegu lífi sínu og tilveru. Evald Krog, formaður samtaka vöðvarýrnunarfólks í Danmörku, reið á vaðið á áttunda áratug síðustu aldar þegar samtök hans náðu eyrum þarlendra stjórnvalda og komu, fyrst Norðurlandanna, á notendastýrðu persónulegu aðstoðarmannakerfi (NPA) fyrir fólk með MND, ALS og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma. Á örfáum árum varð til fyrirmyndarkerfi fyrir þennan hóp fólks. Einstaklingur sem metinn er með þörf fyrir sólarhringsaðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi utan stofnana fær fjárveitingu fyrir minnst fjóra aðstoðarmenn í fullu starfi. Einstaklingurinn skipuleggur vaktir þeirra og felur annaðhvort því sveitarfélagi sem hann býr í eða einkafyrirtæki að sjá um umsýslu starfsmannanna. Hann ræður svo og rekur sína aðstoðarmenn og þjálfar þá til starfans. Nú hafa Danir víkkað út réttinn til NPA þannig að geðfatlaðir og fleiri hópar fatlaðra geta ráðið sér aðstoðarmenn. Í Noregi hefur verið byggt upp öflugt samvinnufélag fatlaðra um þjónustuna og í Svíþjóð var tekið stórt skref í uppbygginu aðstoðarmannakerfis með lögum í miðri bankakreppu 1993. Finnar og Íslendingar hafa setið eftir. Hér á landi hefur um árabil verið boðið upp á sambræðing þjónustukerfa undir formerkjum tilraunaverkefna um notendastýrða aðstoð sem ekki hefur staðið undir nafni. Ekkert jafnræði hefur ríkt um það hverjir fái þjónustuna né hvernig hún er veitt heldur hentistefna. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og á ráðstefnu um NPA í Salnum í Kópavogi á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember sl. skýrði hann frá því að í janúar nk. hæfist undirbúningur að lagasetningu sem feli í sér innleiðingu þjónustunnar. Það verði gert samhliða endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Það að komið verði á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda er ekki aðeins viðbót við velferðarkerfið eða áherslubreyting heldur grundvallarbreyting. Réttara væri að tala um byltingu. Rúmlega 5000 Íslendingar búa nú á stofnunum eða um 1,6 prósent þjóðarinnar. Ekki aðeins búa fleiri hér á landi á stofnunum en annars staðar heldur býr fólk mun lengur á stofnunum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eða ríflega 40 prósentum lengur. Með NPA getur fólk búið heima hjá sér með aðstoð, stundað vinnu, félagslíf og fjölskyldulíf. Þetta er því ekki spurning um þjónustuform heldur um mannréttindi og mannhelgi. Um leið hefst ný sókn í atvinnumálum á Íslandi því í stað milljarða fjárfestinga í steypu er fjárfest í þjónustu og vinnuafli. Á næstu tveimur árum er hægt að skapa 1.000 ný störf til viðbótar þeim störfum sem flytjast frá stofnunum til einstaklinga. Nú þurfum við öll að hugsa út fyrir rammann. Kreppan gefur okkur ekki aðeins tækifæri til þess heldur knýr okkur beinlínis til að gera það. Allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu nýs og betra samfélags. Notendastýrt persónulegt aðstoðarmannakerfi gerir fólki það kleift og er því grundvöllur að virkari velferð á Íslandi. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Áhersla á miðstýrt stofnanakerfi hefur lengi verið mikil en síðustu þrjá áratugi hafa sprottið upp hreyfingar sem andæft hafa sterku stofnanakerfi og kallað eftir auknu valdi einstaklinga yfir daglegu lífi sínu og tilveru. Evald Krog, formaður samtaka vöðvarýrnunarfólks í Danmörku, reið á vaðið á áttunda áratug síðustu aldar þegar samtök hans náðu eyrum þarlendra stjórnvalda og komu, fyrst Norðurlandanna, á notendastýrðu persónulegu aðstoðarmannakerfi (NPA) fyrir fólk með MND, ALS og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma. Á örfáum árum varð til fyrirmyndarkerfi fyrir þennan hóp fólks. Einstaklingur sem metinn er með þörf fyrir sólarhringsaðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi utan stofnana fær fjárveitingu fyrir minnst fjóra aðstoðarmenn í fullu starfi. Einstaklingurinn skipuleggur vaktir þeirra og felur annaðhvort því sveitarfélagi sem hann býr í eða einkafyrirtæki að sjá um umsýslu starfsmannanna. Hann ræður svo og rekur sína aðstoðarmenn og þjálfar þá til starfans. Nú hafa Danir víkkað út réttinn til NPA þannig að geðfatlaðir og fleiri hópar fatlaðra geta ráðið sér aðstoðarmenn. Í Noregi hefur verið byggt upp öflugt samvinnufélag fatlaðra um þjónustuna og í Svíþjóð var tekið stórt skref í uppbygginu aðstoðarmannakerfis með lögum í miðri bankakreppu 1993. Finnar og Íslendingar hafa setið eftir. Hér á landi hefur um árabil verið boðið upp á sambræðing þjónustukerfa undir formerkjum tilraunaverkefna um notendastýrða aðstoð sem ekki hefur staðið undir nafni. Ekkert jafnræði hefur ríkt um það hverjir fái þjónustuna né hvernig hún er veitt heldur hentistefna. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og á ráðstefnu um NPA í Salnum í Kópavogi á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember sl. skýrði hann frá því að í janúar nk. hæfist undirbúningur að lagasetningu sem feli í sér innleiðingu þjónustunnar. Það verði gert samhliða endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Það að komið verði á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda er ekki aðeins viðbót við velferðarkerfið eða áherslubreyting heldur grundvallarbreyting. Réttara væri að tala um byltingu. Rúmlega 5000 Íslendingar búa nú á stofnunum eða um 1,6 prósent þjóðarinnar. Ekki aðeins búa fleiri hér á landi á stofnunum en annars staðar heldur býr fólk mun lengur á stofnunum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eða ríflega 40 prósentum lengur. Með NPA getur fólk búið heima hjá sér með aðstoð, stundað vinnu, félagslíf og fjölskyldulíf. Þetta er því ekki spurning um þjónustuform heldur um mannréttindi og mannhelgi. Um leið hefst ný sókn í atvinnumálum á Íslandi því í stað milljarða fjárfestinga í steypu er fjárfest í þjónustu og vinnuafli. Á næstu tveimur árum er hægt að skapa 1.000 ný störf til viðbótar þeim störfum sem flytjast frá stofnunum til einstaklinga. Nú þurfum við öll að hugsa út fyrir rammann. Kreppan gefur okkur ekki aðeins tækifæri til þess heldur knýr okkur beinlínis til að gera það. Allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu nýs og betra samfélags. Notendastýrt persónulegt aðstoðarmannakerfi gerir fólki það kleift og er því grundvöllur að virkari velferð á Íslandi. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun