Fótbolti

Chelsea áfrýjar úrskurði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba eftir leikinn fræga í vor.
Didier Drogba eftir leikinn fræga í vor. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur ákveðið að áfrýja þeim úrskurði að dæma Didier Drogba og Jose Bosingwa í bann í næstu Evrópuleikjum liðsins.

Drogba fékk sex leikja bann og Bosingwa fjögurra leikja bann fyrir framkomu þeirra eftir leik Chelsea gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Þeir voru allt annað en ánægðir með dómgæsluna í leiknum.

Drogba lét Tom Henning Övrebö, dómara leiksins, heyra það óspart og Bosingwa kallaði hann þjóf í viðtölum eftir leik.

Chelsea var einnig sektað um 85 þúsund pund fyrir framkomu leikmanna eftir leikinn og mun félagið einnig ætla að áfrýja þeirri ákvörðun.

Sjálfur sagði Drogba áður en úrskurðurinn var birtur að hann ætlaði að una niðurstöðu aganefndar Knattspyrnusambands Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×