Breskir bankar á fallandi fæti 20. janúar 2009 03:00 Hlutabréf Royal Bank of Scotland, sem nú er í meirihlutaeigu breska ríkisins, hríðféllu í gær eftir afkomuviðvörun bankans. Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira