Viltu skrifa upp á fyrir mig? Eygló Harðardóttir skrifar 16. júní 2009 06:00 Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun