Viltu skrifa upp á fyrir mig? Eygló Harðardóttir skrifar 16. júní 2009 06:00 Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun