Hamskipti húsa 15. desember 2009 06:00 Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Allt bendir til þess að dagar Hegningarhússins við Skólavörðustíg sem fangelsis séu taldir. Í breytingartillögum við fjárlög fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að húsið verði selt. Ef þau áform ganga eftir mun Hegningarhúsið bætast í hóp nokkurra annarra þekktra bygginga í borginni sem þarf að finna nýtt hlutverk. Enn er til dæmis óljóst hvaða starfsemi verður í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, sama gildir um Austurbæjarbíó við Snorrabraut og ekkert hefur heyrst lengi af áætlunum um Fríkirkjuveg 11. Síðastnefnda húsið keypti Björgólfur Thor Björgólfsson af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum og upplýsti þá að þar yrði komið á laggirnar safni um afa hans, Thor Jensen, sem reisti það á sínum tíma. Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að þau þykja henta illa sínum upprunalega tilgangi. Hegningarhúsið var tekið til notkunar fyrir 135 árum þegar minna jafnvægi var milli refsingar og betrunar í aðstöðu fanga en á okkar tímum. Aðbúnaður í húsinu hefur því lengi þótt heldur ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Undanfarin ár hefur það fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplánunar og fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Víst er að margir áhugasamir kaupendur munu gefa sig fram þegar ríkið auglýsir Hegningarhúsið til sölu, enda staðsetningin frábær við eina skemmtilegustu götu miðbæjarins. Auðvelt er líka að spá að þar verða veitingamenn fremstir í röðinni. Húsið er sögufrægt, einstaklega verklegt og með myndarlegan bakgarð þar sem er hægt að njóta veitinga í vernduðu umhverfi í miðri borginni. Ekki þarf að sækja fordæmið langt fyrir því að hús geta auðveldlega gengið í gegnum velheppnuð innri hamskipti án þess að götumyndinni sé raskað. Í kjölfar þess að SPRON fór á höfuðið breyttist næsti nágranni Hegningarhússins við Skólavörðustíg fyrr á árinu úr því að vera fjármálastofnun í sérlega skemmtilegt kaffihús og bókabúð, sem setur mikinn svip á nágrenni sitt. Það er sem sagt auðvelt að gera sér í hugarlund að Hegningarhúsið muni fljótt og vel geta sagt skilið við fortíð sína og hafið nýtt líf. Því miður hafa það ekki verið örlög Austurbæjarbíós og Heilsuverndarstöðvarinnar, sem var minnst á hér að ofan. Austurbæjarbíó hefur velkst um í kerfinu í all nokkurn tíma, Til stóð að rífa húsið og byggja mjög hraustlegt íbúðarhús á reitnum. All nokkur ár eru liðin frá því borgaryfirvöld bökkuðu með leyfi sem þáverandi eigandi hússins taldi sig hafa fyrir framkvæmdunum. Austurbæjarbíó komst síðar í eigu Nýsis sem kynnti 2006 áætlanir um að það yrði gert veglega upp og opnað sem menningnarmiðstöð. Af því hefur ekki orðið. Heilsuverndarstöðin hefur nú staðið tóm í alltof langan tíma. Húsið er glæsilega teiknað af Einari Sveinssyni og var fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins. Það var sorgardagur þegar það hætti að hýsa heilbrigðisstarfsemi og enn dapurlegra er að ekki hafi enn tekist að finna því nýtt hlutverk. Það allra versta sem getur komið fyrir hús er að vera mannlaus. Það væri jákvætt fyrir bæjarbraginn ef borgaryfirvöld legðu sitt af mörkum til að líf kviknaði þar innandyra á ný.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun