Ný landsýn – breytt stefna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 31. desember 2008 00:01 Ein dýpsta heimskreppa hagsögunnar skall á í september 2008 þegar burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar leystist upp fyrir augliti allrar heimsbyggðarinnar. Markaðurinn „leiðrétti" sig ekki sjálfur eins og markaðslögmálið hafði kennt heldur flanaði stjórnlaust að feigðarósi með vanmati áhættu og ofmati eigna. Á þremur mánuðum hafa iðnvædd ríki neyðst til að leggja stórfé úr sameiginlegum sjóðum til björgunaraðgerða. Hin stjórnlausa frjálshyggja hefur runnið sitt skeið á enda. NeyðaraðgerðirHin íslenska kreppa er bæði heimskreppa og heimatilbúin. Hún magnaðist ekki smátt og smátt eins og í öðrum löndum heldur skall á okkur eins og fullkomið fárviðri í byrjun október. Með hruni bankakerfisins fengu íslensk stjórnvöld í fangið verkefni sem er stærra og flóknara en nokkur dæmi eru um á síðari tímum. Fyrsta skylda ríkisstjórnarinnar var að sjá til þess að nýir bankar gætu risið á rústum hinna gömlu, að greiðslukerfi bankanna virkuðu og þjóðin gæti orðið sér úti um gjaldeyri fyrir nauðþurftum og til að stunda viðskipti við umheiminn. Allt þetta tókst. Eitt brýnasta verkefni sem ríkisstjórnin stendur nú andspænis er endurskipulagning alls fjármálakerfisins og þar eru Seðlabanki og Fjármálaeftirlit ekki undanskilið. Sú vinna er þegar hafin hvað varðar viðskiptabankana og á nýju ári verður stjórn og fyrirkomulag Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tekið til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að auka traustið á þessum mikilvægu eftirlitsstofnunum. Heimilin og fyrirtækin í landinu standa andspænis miklum erfiðleikum vegna samdráttar, verðbólgu, hárra stýrivaxta og mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til margháttaðra aðgerða til að mæta fólki og fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum en til að forða frekari upplausn í samfélaginu er nauðsynlegt að vinna með öllum tiltækum ráðum gegn fjölgun gjaldþrota og aukningu atvinnuleysis. Jafnaðarstefna í verkiFrá því að Samfylkingin tók við í ríkisstjórn vorið 2007 höfum við litið svo á að mikilvægasta hlutverk okkar væri að skapa hér á ný samfélag jöfnuðar og félagslegs réttlætis á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru ólíkir flokkar, en þessi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í velferðarmálum með aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna, með stefnumótun um uppbyggingu hundruða hjúkrunarrýma fyrir aldraða, með því að koma í höfn því mikilvæga réttindamáli öryrkja að greiða þeim bætur án tillits til tekna maka, með verulegri hækkun lægstu lífeyrisbóta, hækkun skattleysismarka, hækkun tekjutengdra barnabóta, nýjum jafnréttislögum, með afnámi hinna illræmdu eftirlaunalaga og svo mætti lengi telja. Við lögðum á það mikla áherslu við endurskoðun fjárlaga á dögunum að verja þennan árangur og það tókst. Verkefni okkar á næsta ári verður að freista þess að verja grunnstoðir velferðarþjónustunnar. Það verður ekki auðvelt verkefni en forsenda þess að hér á landi verði sátt milli stjórnvalda og þjóðar er að byrðunum verði réttlátlega dreift á landsmenn, þannig að þeir sem mest hafa, beri þyngstar byrðar en aðrir léttari. Sýn til framtíðarÍslenskt samfélag mun draga marga lærdóma af atburðum haustsins. Einn sá mikilvægasti varðar tengsl okkar við umheiminn og hvernig við tryggjum okkur þá samstöðu nágranna okkar sem við getum ekki verið án. Í nútímanum eru heimsmálin heimamál og öfugt. Í okkar veröld er versti kosturinn að vera ekki með. Ef við skipum okkur hvergi í sveit á alþjóðavettvangi verðum við eins og bátskríli á úfnu hafi alþjóðlegra hræringa. Samfylkingin leggur á það höfuðáherslu að gefa skýr skilaboð um framtíðarskipan peningamála í landinu. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir innan Evrópusambandsins og vonandi eru forsendur að skapast á stjórnmálasviðinu fyrir því að hægt verði að sækja um aðild á fyrri hluta næsta árs. Samhliða skýrri sýn til framtíðar þarf að móta gjörbreytta hagstjórn byggða á grundvallarafstöðu jafnaðarmanna þar sem tekjugrundvöllur samneyslunnar er tryggður og samfélag velferðar og ábyrgrar verðmætasköpunar í atvinnulífi fest í sessi. Við þurfum að skapa atvinnulífinu skilyrði til að dafna, með markvissum skrefum í átt til stöðugra gengis og lægri vaxta. Það verður ekki hjá því komist að spara tugi milljarða í ríkisbúskapnum á komandi ári og það verður best gert með því að hreinsa til í ríkisbúskapnum, og forgangsraða útgjöldum í samræmi við kröfur um almannaþjónustu. Við þurfum að lyfta Grettistaki á næstu misserum. Það verður gríðarlegt átak og engin pólitísk vinsældakeppni. Það verður erfiðast fyrst en árangurinn mun koma í ljós. Íslendingar munu sjá til nýs lands á nýju ári. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ein dýpsta heimskreppa hagsögunnar skall á í september 2008 þegar burðarvirki hins reglulausa hnattræna fjármagnsmarkaðar leystist upp fyrir augliti allrar heimsbyggðarinnar. Markaðurinn „leiðrétti" sig ekki sjálfur eins og markaðslögmálið hafði kennt heldur flanaði stjórnlaust að feigðarósi með vanmati áhættu og ofmati eigna. Á þremur mánuðum hafa iðnvædd ríki neyðst til að leggja stórfé úr sameiginlegum sjóðum til björgunaraðgerða. Hin stjórnlausa frjálshyggja hefur runnið sitt skeið á enda. NeyðaraðgerðirHin íslenska kreppa er bæði heimskreppa og heimatilbúin. Hún magnaðist ekki smátt og smátt eins og í öðrum löndum heldur skall á okkur eins og fullkomið fárviðri í byrjun október. Með hruni bankakerfisins fengu íslensk stjórnvöld í fangið verkefni sem er stærra og flóknara en nokkur dæmi eru um á síðari tímum. Fyrsta skylda ríkisstjórnarinnar var að sjá til þess að nýir bankar gætu risið á rústum hinna gömlu, að greiðslukerfi bankanna virkuðu og þjóðin gæti orðið sér úti um gjaldeyri fyrir nauðþurftum og til að stunda viðskipti við umheiminn. Allt þetta tókst. Eitt brýnasta verkefni sem ríkisstjórnin stendur nú andspænis er endurskipulagning alls fjármálakerfisins og þar eru Seðlabanki og Fjármálaeftirlit ekki undanskilið. Sú vinna er þegar hafin hvað varðar viðskiptabankana og á nýju ári verður stjórn og fyrirkomulag Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins tekið til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að auka traustið á þessum mikilvægu eftirlitsstofnunum. Heimilin og fyrirtækin í landinu standa andspænis miklum erfiðleikum vegna samdráttar, verðbólgu, hárra stýrivaxta og mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til margháttaðra aðgerða til að mæta fólki og fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum en til að forða frekari upplausn í samfélaginu er nauðsynlegt að vinna með öllum tiltækum ráðum gegn fjölgun gjaldþrota og aukningu atvinnuleysis. Jafnaðarstefna í verkiFrá því að Samfylkingin tók við í ríkisstjórn vorið 2007 höfum við litið svo á að mikilvægasta hlutverk okkar væri að skapa hér á ný samfélag jöfnuðar og félagslegs réttlætis á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru ólíkir flokkar, en þessi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í velferðarmálum með aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna, með stefnumótun um uppbyggingu hundruða hjúkrunarrýma fyrir aldraða, með því að koma í höfn því mikilvæga réttindamáli öryrkja að greiða þeim bætur án tillits til tekna maka, með verulegri hækkun lægstu lífeyrisbóta, hækkun skattleysismarka, hækkun tekjutengdra barnabóta, nýjum jafnréttislögum, með afnámi hinna illræmdu eftirlaunalaga og svo mætti lengi telja. Við lögðum á það mikla áherslu við endurskoðun fjárlaga á dögunum að verja þennan árangur og það tókst. Verkefni okkar á næsta ári verður að freista þess að verja grunnstoðir velferðarþjónustunnar. Það verður ekki auðvelt verkefni en forsenda þess að hér á landi verði sátt milli stjórnvalda og þjóðar er að byrðunum verði réttlátlega dreift á landsmenn, þannig að þeir sem mest hafa, beri þyngstar byrðar en aðrir léttari. Sýn til framtíðarÍslenskt samfélag mun draga marga lærdóma af atburðum haustsins. Einn sá mikilvægasti varðar tengsl okkar við umheiminn og hvernig við tryggjum okkur þá samstöðu nágranna okkar sem við getum ekki verið án. Í nútímanum eru heimsmálin heimamál og öfugt. Í okkar veröld er versti kosturinn að vera ekki með. Ef við skipum okkur hvergi í sveit á alþjóðavettvangi verðum við eins og bátskríli á úfnu hafi alþjóðlegra hræringa. Samfylkingin leggur á það höfuðáherslu að gefa skýr skilaboð um framtíðarskipan peningamála í landinu. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir innan Evrópusambandsins og vonandi eru forsendur að skapast á stjórnmálasviðinu fyrir því að hægt verði að sækja um aðild á fyrri hluta næsta árs. Samhliða skýrri sýn til framtíðar þarf að móta gjörbreytta hagstjórn byggða á grundvallarafstöðu jafnaðarmanna þar sem tekjugrundvöllur samneyslunnar er tryggður og samfélag velferðar og ábyrgrar verðmætasköpunar í atvinnulífi fest í sessi. Við þurfum að skapa atvinnulífinu skilyrði til að dafna, með markvissum skrefum í átt til stöðugra gengis og lægri vaxta. Það verður ekki hjá því komist að spara tugi milljarða í ríkisbúskapnum á komandi ári og það verður best gert með því að hreinsa til í ríkisbúskapnum, og forgangsraða útgjöldum í samræmi við kröfur um almannaþjónustu. Við þurfum að lyfta Grettistaki á næstu misserum. Það verður gríðarlegt átak og engin pólitísk vinsældakeppni. Það verður erfiðast fyrst en árangurinn mun koma í ljós. Íslendingar munu sjá til nýs lands á nýju ári. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar