Brot á stjórnarskrá 15. nóvember 2008 06:00 Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggðar skuldir heimilanna eru nú rúmir 1.400 milljarðar króna og hækka um tugi milljarða um hver mánaðamót. Seðlabankinn spáir að verðbólga aukist enn og fari yfir 20% í upphafi næsta árs. Verðtryggðar skuldir heimilanna munu því áfram hækka og áfram verður gengið á eignir fólks og kaupmáttur skertur. Í ljósi þessa þarf engan að undra að yfirgnæfandi meirihæuti þjóðarinnar vilji að verðtrygging verði afnumin. Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni. Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst. Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar. Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað. Höfundur er ríkisstarfsmaður.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun