Unnið á þríþættum vanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 4. september 2008 00:01 Á undanförnum mánuðum hefur orðið verulegur viðsnúningur í efnahagsmálum landsins. Eftir sex ára þensluskeið eru blikur á lofti. Verðbólga, háir stýrivextir og takmarkaður aðgangur að erlendu lánsfé bitnar á kaupmætti og greiðslubyrði almennings og rekstri og fjárfestingum fyrirtækja. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu og nálgast hana af raunsæi og ábyrgð. En skilningurinn og samúðin má ekki snúast upp í sjónhverfingar og hræsni þar sem kallað er eftir patentlausnum sem ekki eru fyrir hendi. Þegar erfiðleikar steðja að, hvort sem er í lífi einstaklinga eða samfélaga, er ekki nema eitt að gera og það er að vinna sig í gegnum þá stig af stigi. Það er engin einföld lausn til. Það er ekki skollið á efnahagslegt óveður á Íslandi þó að ýmsir váboðar blasi við. Hér eru enn mörg merki um þenslu fremur en samdrátt. Mælt atvinnuleysi er enn mjög lítið eða 1,2% þó að uppsagnir hafi aukist, neysla er enn mikil, lítill samdráttur í dagvöruverslun og viðskiptahalli enn til staðar. Hitt er viðbúið að atvinnuleysi aukist þegar líður á veturinn og gjaldþrotum fjölgi. LausafjárvandinnUppbygging „Þensla og hagvöxtur undanfarinna ára var ekki drifinn áfram af aukinni framleiðni heldur fyrst og fremst af skuldsetningu og innflutningi á erlendu vinnuafli,“ segir meðal annars í greininni. Fréttablaðið/vilhelm Við stöndum frammi fyrir þríþættu verkefni. Í fyrsta lagi lausafjárvanda bankanna sem stafar einkum af skorti á lánsfé á alþjóðlegum mörkuðum. Vandi bankanna er ekki skortur á eigin fé, og nýtt álagspróf Fjármálaeftirlitsins sýndi að þeir eru nokkuð vel í stakk búnir til að takast á við vandann. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna líkti stöðunni á alþjóðlegum mörkuðum við náttúruhamfarir. Bankarnir og ríkisvaldið verða sameiginlega að glíma við þennan vanda. Bankarnir þurfa sjálfir að halda áfram að afla sér erlends lausafjár og losa um eignir þar sem það er hægt. Þeir þurfa að halda áfram að afla sér innlána á erlendum mörkuðum. Þeir þurfa að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arðgreiðslum sem ekki er hægt að réttlæta við núverandi aðstæður. Ríkisvaldið fyrir sitt leyti á að halda áfram að efla gjaldeyrisforðann með erlendri lántöku eftir því sem færi gefst. Það getur verið kostnaðarsöm aðgerð og þarf því að sæta lagi til að tryggja hagstæðustu kjör sem völ er á. Seðlabankinn þarf að halda áfram að leita eftir gjaldmiðlaskiptasamningum við erlenda seðlabanka. Ríkisstjórn, bankarnir og Seðlabankinn þurfa að stilla saman strengi eftir því sem fært er varðandi erlenda lausafjáröflun. VerðbólguvandinnÍ öðru lagi stöndum við frammi fyrir hárri verðbólgu og umtalsverðum verðbólguvæntingum. Verðbólgan stafar fyrst og fremst af þeirri gengislækkun sem hefur orðið frá áramótum og hækkun á erlendum mörkuðum á eldsneyti og matvælum. Meðan verðbólgan er í tveggja stafa tölu og kjaramál í ákveðinni óvissu er ekki líklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Hjöðnunarferli í okkar ofþanda hagkerfi er óumflýjanlegt. Þensla og hagvöxtur undanfarinna ára var ekki drifinn áfram af aukinni framleiðni heldur fyrst og fremst af skuldsetningu og innflutningi á erlendu vinnuafli. Það er ekkert sem getur komið okkur út úr þessum vanda annað en samstillt átak um að halda aftur af verðhækkunum eins og kostur er, skera niður útgjöld og draga úr neyslu. Það sem myndi þó kannski skipta mestu máli í þessu sambandi og gæti skapað aðstæður fyrir því að vaxtalækkunarferlið gæti hafist er ef aðilar vinnumarkaðar og stjórnvöld kæmu að einu borði nú á haustmánuðum til að sammælast um hvernig eigi að takast á við þá staðreynd að forsendur kjarasamninga virðast brostnar. Mikilvægt er að nýta haustið vel til að undirbúa ráðstafanir þó að kjarasamningarnir kveði á um að forsendur skuli metnar í febrúar. Ýmsir kalla nú á fráhvarf frá núgildandi peningastefnu og vilja að Seðlabankanum séu sett ný markmið. Hvað sem fólki finnst um erfiða stöðu á fjármagnsmörkuðum og hátt vaxtastig hér á landi hefur engum tekist að benda á betri leið í peningamálum, til skemmri tíma litið, en að fylgja núgildandi peningastefnu til þrautar. Það er eina skynsama leiðin í glímunni við verðbólguna í bráð. Ákall um ótímabært fráhvarf frá markaðri stefnu er ábyrgðarleysi og ávísun á enn meiri óstöðugleika. Rétt er að hafa samúð með erfiðum rekstraraðstæðum fyrirtækja, en atvinnulífið verður engu bættara ef gengið fellur frekar en orðið er og tveggja stafa verðbólga verður viðvarandi. Sterkt samband vaxta, gengis og verðlags verður ekki umflúið með óskhyggjuna eina að vopni. GengisvandinnÍ þriðja lagi er verkefni okkar að vinna að efnahagslegum stöðugleika og langtímahagvexti. Sveiflur í íslensku hagkerfi eru allt of miklar og skapa meiri óvissu í rekstri heimila og fyrirtækja en eðlilegt er. Á að hluta til rót sína að rekja til gjaldmiðilsins sem nýtur ekki trausts. Verð hans sveiflast einfaldlega of mikið til að fjárfestar eða aðrir vilji undirgangast fjárhagslegar skuldbindingar eða binda við hann verðmæti til lengri tíma. Þess vegna erum við með verðtrygginguna. Hvað er til ráða? Annars vegar er mikilvægt að móta stefnu til framtíðar um nýtingu orkuauðlinda og orkufrekan iðnað. Sú stefna á meðal annars að byggjast á rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Nýting auðlindanna er ekki hagstjórnarákvörðun til skamms tíma. Orkuauðlindirnar hlaupa ekki frá okkur. Verðmæti þeirra og eftirspurn eftir þeim er líkleg til að aukast fremur en hitt. Með orkusölusamningum er verið að binda sig til margra áratuga og mikilvægt að besta mögulega verð fáist og kaupendur séu ekki of fáir. Miklir hagsmunir eru í húfi og við megum ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum. Hins vegar þarf að móta stefnu í gengismálum og stjórn peningamála. Sterkar vísbendingar eru um að núgildandi fyrirkomulag sé ekki það ákjósanlegasta og því nauðsynlegt að fram fari ítarleg og vönduð úttekt á framtíðarfyrirkomulagi peningamála við fyrsta tækifæri. Margar hugmyndir og tillögur hafa komið fram sem eflaust verða ígrundaðir í slíkri vinnu. Þá hafa sumir kallað eftir því að verðbólgumarkmiðið verði kallað að svokölluðum „íslenskum veruleika“. Það þýðir á mannamáli að verðbólgumarkmiðinu verði annað hvort vikið til hliðar tímabundið eða að Seðlabankinn fái fleiri markmið, svo sem hátt atvinnustig, viðskiptajöfnuð og gengisstöðugleika, sem hann svo vegur saman. Slíkar hugmyndir hjálpa Seðlabankanum afar lítið í þeirri viðleitni sinni að draga úr verðbólguspennu, því þær draga verulega úr trúverðugleika hans til að framfylgja aðhaldssamri peningastefnu í framtíðinni í því skyni að halda aftur af verðbólgu. Það kann vel að vera að Seðlabankinn eigi við trúverðugleikavanda að stríða en lausnin á þeim vanda getur ekki falist í því að gera markmið hans flóknari eða loðnari. Hættan er einkum sú að með fleiri markmiðum muni staðfestu og gagnsæi hraka og því verði enn erfiðara en ella fyrir markaðsaðila að mynda sér skynsamlegar væntingar um aðgerðir Seðlabankans. Vandinn er sá að það er aðeins eitt megin stjórntæki til ráðstöfunar, stýrivextirnir. Allir ættu að skilja hversu erfitt og ófyrirsjáanlegt það er að stefna að mörgum markmiðum á sama tíma með aðeins eitt stjórntæki að vopni. Reynsla Íslendinga af fljótandi gengi með verðbólgumarkmiði getur þó ekki talist góð til lengri tíma litið og því full ástæða til að unnin verði ítarleg úttekt af reynslu undanfarinna ára af færustu sérfræðingum. Allar líkur eru þó á því að niðurstaða slíkrar greiningar verði ekki sú að veikja verðbólgumarkmiðið frá því sem nú er. Eina raunhæfa leiðin, önnur en sú að halda áfram á sömu braut, er að gerast aðili að traustu myntbandalagi og þar hlýtur Efnahags- og myntbandalag Evrópu helst að koma til greina. Þetta er ekki hagstjórnaraðgerð til skamms tíma heldur mikið hagsmunamál til lengri tíma. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur orðið verulegur viðsnúningur í efnahagsmálum landsins. Eftir sex ára þensluskeið eru blikur á lofti. Verðbólga, háir stýrivextir og takmarkaður aðgangur að erlendu lánsfé bitnar á kaupmætti og greiðslubyrði almennings og rekstri og fjárfestingum fyrirtækja. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu og nálgast hana af raunsæi og ábyrgð. En skilningurinn og samúðin má ekki snúast upp í sjónhverfingar og hræsni þar sem kallað er eftir patentlausnum sem ekki eru fyrir hendi. Þegar erfiðleikar steðja að, hvort sem er í lífi einstaklinga eða samfélaga, er ekki nema eitt að gera og það er að vinna sig í gegnum þá stig af stigi. Það er engin einföld lausn til. Það er ekki skollið á efnahagslegt óveður á Íslandi þó að ýmsir váboðar blasi við. Hér eru enn mörg merki um þenslu fremur en samdrátt. Mælt atvinnuleysi er enn mjög lítið eða 1,2% þó að uppsagnir hafi aukist, neysla er enn mikil, lítill samdráttur í dagvöruverslun og viðskiptahalli enn til staðar. Hitt er viðbúið að atvinnuleysi aukist þegar líður á veturinn og gjaldþrotum fjölgi. LausafjárvandinnUppbygging „Þensla og hagvöxtur undanfarinna ára var ekki drifinn áfram af aukinni framleiðni heldur fyrst og fremst af skuldsetningu og innflutningi á erlendu vinnuafli,“ segir meðal annars í greininni. Fréttablaðið/vilhelm Við stöndum frammi fyrir þríþættu verkefni. Í fyrsta lagi lausafjárvanda bankanna sem stafar einkum af skorti á lánsfé á alþjóðlegum mörkuðum. Vandi bankanna er ekki skortur á eigin fé, og nýtt álagspróf Fjármálaeftirlitsins sýndi að þeir eru nokkuð vel í stakk búnir til að takast á við vandann. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna líkti stöðunni á alþjóðlegum mörkuðum við náttúruhamfarir. Bankarnir og ríkisvaldið verða sameiginlega að glíma við þennan vanda. Bankarnir þurfa sjálfir að halda áfram að afla sér erlends lausafjár og losa um eignir þar sem það er hægt. Þeir þurfa að halda áfram að afla sér innlána á erlendum mörkuðum. Þeir þurfa að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arðgreiðslum sem ekki er hægt að réttlæta við núverandi aðstæður. Ríkisvaldið fyrir sitt leyti á að halda áfram að efla gjaldeyrisforðann með erlendri lántöku eftir því sem færi gefst. Það getur verið kostnaðarsöm aðgerð og þarf því að sæta lagi til að tryggja hagstæðustu kjör sem völ er á. Seðlabankinn þarf að halda áfram að leita eftir gjaldmiðlaskiptasamningum við erlenda seðlabanka. Ríkisstjórn, bankarnir og Seðlabankinn þurfa að stilla saman strengi eftir því sem fært er varðandi erlenda lausafjáröflun. VerðbólguvandinnÍ öðru lagi stöndum við frammi fyrir hárri verðbólgu og umtalsverðum verðbólguvæntingum. Verðbólgan stafar fyrst og fremst af þeirri gengislækkun sem hefur orðið frá áramótum og hækkun á erlendum mörkuðum á eldsneyti og matvælum. Meðan verðbólgan er í tveggja stafa tölu og kjaramál í ákveðinni óvissu er ekki líklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Hjöðnunarferli í okkar ofþanda hagkerfi er óumflýjanlegt. Þensla og hagvöxtur undanfarinna ára var ekki drifinn áfram af aukinni framleiðni heldur fyrst og fremst af skuldsetningu og innflutningi á erlendu vinnuafli. Það er ekkert sem getur komið okkur út úr þessum vanda annað en samstillt átak um að halda aftur af verðhækkunum eins og kostur er, skera niður útgjöld og draga úr neyslu. Það sem myndi þó kannski skipta mestu máli í þessu sambandi og gæti skapað aðstæður fyrir því að vaxtalækkunarferlið gæti hafist er ef aðilar vinnumarkaðar og stjórnvöld kæmu að einu borði nú á haustmánuðum til að sammælast um hvernig eigi að takast á við þá staðreynd að forsendur kjarasamninga virðast brostnar. Mikilvægt er að nýta haustið vel til að undirbúa ráðstafanir þó að kjarasamningarnir kveði á um að forsendur skuli metnar í febrúar. Ýmsir kalla nú á fráhvarf frá núgildandi peningastefnu og vilja að Seðlabankanum séu sett ný markmið. Hvað sem fólki finnst um erfiða stöðu á fjármagnsmörkuðum og hátt vaxtastig hér á landi hefur engum tekist að benda á betri leið í peningamálum, til skemmri tíma litið, en að fylgja núgildandi peningastefnu til þrautar. Það er eina skynsama leiðin í glímunni við verðbólguna í bráð. Ákall um ótímabært fráhvarf frá markaðri stefnu er ábyrgðarleysi og ávísun á enn meiri óstöðugleika. Rétt er að hafa samúð með erfiðum rekstraraðstæðum fyrirtækja, en atvinnulífið verður engu bættara ef gengið fellur frekar en orðið er og tveggja stafa verðbólga verður viðvarandi. Sterkt samband vaxta, gengis og verðlags verður ekki umflúið með óskhyggjuna eina að vopni. GengisvandinnÍ þriðja lagi er verkefni okkar að vinna að efnahagslegum stöðugleika og langtímahagvexti. Sveiflur í íslensku hagkerfi eru allt of miklar og skapa meiri óvissu í rekstri heimila og fyrirtækja en eðlilegt er. Á að hluta til rót sína að rekja til gjaldmiðilsins sem nýtur ekki trausts. Verð hans sveiflast einfaldlega of mikið til að fjárfestar eða aðrir vilji undirgangast fjárhagslegar skuldbindingar eða binda við hann verðmæti til lengri tíma. Þess vegna erum við með verðtrygginguna. Hvað er til ráða? Annars vegar er mikilvægt að móta stefnu til framtíðar um nýtingu orkuauðlinda og orkufrekan iðnað. Sú stefna á meðal annars að byggjast á rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Nýting auðlindanna er ekki hagstjórnarákvörðun til skamms tíma. Orkuauðlindirnar hlaupa ekki frá okkur. Verðmæti þeirra og eftirspurn eftir þeim er líkleg til að aukast fremur en hitt. Með orkusölusamningum er verið að binda sig til margra áratuga og mikilvægt að besta mögulega verð fáist og kaupendur séu ekki of fáir. Miklir hagsmunir eru í húfi og við megum ekki stjórnast af skammtímasjónarmiðum. Hins vegar þarf að móta stefnu í gengismálum og stjórn peningamála. Sterkar vísbendingar eru um að núgildandi fyrirkomulag sé ekki það ákjósanlegasta og því nauðsynlegt að fram fari ítarleg og vönduð úttekt á framtíðarfyrirkomulagi peningamála við fyrsta tækifæri. Margar hugmyndir og tillögur hafa komið fram sem eflaust verða ígrundaðir í slíkri vinnu. Þá hafa sumir kallað eftir því að verðbólgumarkmiðið verði kallað að svokölluðum „íslenskum veruleika“. Það þýðir á mannamáli að verðbólgumarkmiðinu verði annað hvort vikið til hliðar tímabundið eða að Seðlabankinn fái fleiri markmið, svo sem hátt atvinnustig, viðskiptajöfnuð og gengisstöðugleika, sem hann svo vegur saman. Slíkar hugmyndir hjálpa Seðlabankanum afar lítið í þeirri viðleitni sinni að draga úr verðbólguspennu, því þær draga verulega úr trúverðugleika hans til að framfylgja aðhaldssamri peningastefnu í framtíðinni í því skyni að halda aftur af verðbólgu. Það kann vel að vera að Seðlabankinn eigi við trúverðugleikavanda að stríða en lausnin á þeim vanda getur ekki falist í því að gera markmið hans flóknari eða loðnari. Hættan er einkum sú að með fleiri markmiðum muni staðfestu og gagnsæi hraka og því verði enn erfiðara en ella fyrir markaðsaðila að mynda sér skynsamlegar væntingar um aðgerðir Seðlabankans. Vandinn er sá að það er aðeins eitt megin stjórntæki til ráðstöfunar, stýrivextirnir. Allir ættu að skilja hversu erfitt og ófyrirsjáanlegt það er að stefna að mörgum markmiðum á sama tíma með aðeins eitt stjórntæki að vopni. Reynsla Íslendinga af fljótandi gengi með verðbólgumarkmiði getur þó ekki talist góð til lengri tíma litið og því full ástæða til að unnin verði ítarleg úttekt af reynslu undanfarinna ára af færustu sérfræðingum. Allar líkur eru þó á því að niðurstaða slíkrar greiningar verði ekki sú að veikja verðbólgumarkmiðið frá því sem nú er. Eina raunhæfa leiðin, önnur en sú að halda áfram á sömu braut, er að gerast aðili að traustu myntbandalagi og þar hlýtur Efnahags- og myntbandalag Evrópu helst að koma til greina. Þetta er ekki hagstjórnaraðgerð til skamms tíma heldur mikið hagsmunamál til lengri tíma. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar