Kauphöllin og endurreisnin 17. desember 2008 00:01 Þórður Friðjónsson forstjóri forstjóri NASDAQ OMX Iceland. Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Kreppan í efnahagslífinu nú er líka dýpri en um langt skeið. Það þarf að fara aftur til síldarkreppunnar 1967/1969 til að finna áþekkar tölur um samdrátt. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8% og þjóðartekjur um 12% borið saman við spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka um 10% samdrátt á næstu tveimur árum. Þeir sem muna síldarkreppuna, tala ekki um þeir sem tengdust sjávarútvegi, muna að hún var mjög erfið. En við náðum okkur fljótt á strik aftur.Svörin í framtíðarsýninniKauphöllinÞað er engin ástæða til að ætla að samdráttarskeiðið að þessu sinni verði langvinnt, þótt það verði djúpt og sárt. Íslendingum hefur að jafnaði gengið vel að vinna sig út úr áföllum. Því er hins vegar ekki að leyna að gera verður marga hluti rétt og á réttum tíma til þess að hagkerfið hrökkvi í gang og við fáum þessa hefðbundnu v-laga hagsveiflu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um hagstjórnina, gengismál og nýmarkaðsvæðinguna. Hvað getur Kauphöllin gert? Hvert verður hlutverk hennar í endurreisn efnahagslífsins? Á hvað á að leggja áherslu á næstu mánuðum og misserum? Hvernig verður traust á hlutabréfamarkaði endurreist? Hvað getur Kauphöllin gert í því efni og hvaða úrbætur þarf á umhverfi eftirlits og löggjafar? Hvernig gerum við mest gagn í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan? Þessum spurningum höfum við í Kauphöllinni mikið velt fyrir okkur að undanförnu. Svörin birtast að hluta í þeirri framtíðarsýn sem við vinnum með um þessar mundir. Þar er gengið út frá djúpri en skammvinnri efnahagslægð í þá veru sem að framan greinir. Að baki liggur að fylgt verði skynsamlegri efnahagsstefnu og hratt og örugglega verði horfið frá haftastefnu og ríkisafskiptum af atvinnulífi. Markaðsbúskapur verði að nýju einkennandi fyrir efnahagslífið áður en langt um líður. Þannig gerum við ráð fyrir að hagvöxtur glæðist þegar líða tekur á árið 2010 og þegar 2011 verði vöxturinn orðinn jafn meðalvexti til lengri tíma. Kauphöllin samanstendur í aðalatriðum af skuldabréfamarkaði og hlutabréfamarkaði. Að öllum líkindum verður markaðurinn með skuldabréf fljótur að ná sér. Reyndar hafa þegar birst skýr batamerki á þessum markaði. Góður upptaktur er í veltunni og við reiknum með að skuldabréfamarkaðurinn nái fullum bata þegar á næsta ári. Mikil þörf verður fyrir nýjar útgáfur skuldabréfa og markaðurinn hér á landi er bæði öflugur og skilvirkur, meðal annars er óvíða sem viðskipti parast með rafrænum hætti í jafn ríkum mæli og í íslensku kauphöllinni. Nýmarkaðsvæðing hafinAðra sögu er að segja af hlutabréfamarkaðnum. Hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hefur verið undanfarin ár. Til marks um það má nefna að fyrir bankahrunið var samanlagt markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni um 1500 milljarðar króna eða sem samvarar um 120% af landsframleiðslu. Þetta er svipuð stærð á hlutabréfamarkaði miðað við stærð hagkerfis og algengt er í þeim löndum sem fremst standa í efnahagsmálum. Eftir hrunið er heildarvirði fyrirtækjanna um 250 milljarðar króna eða rétt um 20% af landsframleiðslu og þar með er Ísland sennilega með minnsta hlutabréfamarkaðinn af þeim löndum sem við höfum talið eðlilegt að bera okkur saman við. Hér er því mikið verk að vinna. Brýnt er að hefja sem fyrst nýmarkaðsvæðinguna. Hvergi í þeim löndum sem standa fremst á sviði efnahagsmála gegnir ríkið jafn stóru hlutverki í hagkerfinu og reyndin er orðin á Íslandi. Til að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið er nauðsynlegt að endurskipuleggja þjóðarbúskapinn. Í þessari endurskipulagningu felst meðal annars að færa ríkisfyrirtækin á ný í hendurnar á einstaklingum og markaðnum. Þetta ferli þarf að hefja sem fyrst. Við þurfum nýja markaðsvæðingu atvinnulífsins sem byggir á traustum innviðum, gagnsæi og skynsamlegri stjórn efnahags- og peningamála. Kauphöllin er vel í stakk búin til að sinna nýmarkaðsvæðingunni. Í því sambandi nægir að nefna að hún er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki, NASDAQ OMX, sem rekur næst stærstu kauphöll í heimi. Hún býr að einu fullkomnasta og hraðvirkasta viðskiptakerfi sem völ er á í heiminum og sýnileiki fyrirtækja og aðgengi fjárfesta er líklega það besta sem býðst. Þetta getum við nýtt okkur í því uppbyggingarstarfi sem í hönd fer. Bati á næsta áriEn hvað er raunhæft að uppbyggingarstarfið taki langan tíma? Hér er horft til þess að í lok árs 2010 verði á ný öflugur hlutabréfamarkaður á Íslandi. Þá er miðað við að samanlagt virði skráðra félaga verði um 1000 milljarðar króna eða svo eða sem svarar til um 60-80% af landsframleiðslu. Hlutabréfamarkaðurinn yrði þar með svipaður að stærð og í Danmörku og Noregi þegar tillit er tekið til stærðar hagkerfisins. Þetta eru þau markmið sem Kauphöllin hefur sett sér. Í stuttu máli að skuldabréfamarkaðurinn nái sér að fullu á árinu 2009 og að hlutabréfamarkaðurinn verði kominn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010. Til þess að umrædd markmið náist þarf margt að ganga upp við endurreisn efnahagslífsins. Þar skiptir mestu máli að efnahagslífið rétti úr kútnum í samræmi við þá spá sem lýst var hér á undan og öflugum markaðsbúskap verði aftur komið á. Það eru forsendur nýs hagvaxtarskeiðs. Þetta er hægt að gera og myndin af efnahagslífinu í Kauphöllinni getur litið býsna vel út að tveimur árum liðnum ef vel er á málum haldið. Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira
Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Kreppan í efnahagslífinu nú er líka dýpri en um langt skeið. Það þarf að fara aftur til síldarkreppunnar 1967/1969 til að finna áþekkar tölur um samdrátt. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8% og þjóðartekjur um 12% borið saman við spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka um 10% samdrátt á næstu tveimur árum. Þeir sem muna síldarkreppuna, tala ekki um þeir sem tengdust sjávarútvegi, muna að hún var mjög erfið. En við náðum okkur fljótt á strik aftur.Svörin í framtíðarsýninniKauphöllinÞað er engin ástæða til að ætla að samdráttarskeiðið að þessu sinni verði langvinnt, þótt það verði djúpt og sárt. Íslendingum hefur að jafnaði gengið vel að vinna sig út úr áföllum. Því er hins vegar ekki að leyna að gera verður marga hluti rétt og á réttum tíma til þess að hagkerfið hrökkvi í gang og við fáum þessa hefðbundnu v-laga hagsveiflu. Þetta á auðvitað sérstaklega við um hagstjórnina, gengismál og nýmarkaðsvæðinguna. Hvað getur Kauphöllin gert? Hvert verður hlutverk hennar í endurreisn efnahagslífsins? Á hvað á að leggja áherslu á næstu mánuðum og misserum? Hvernig verður traust á hlutabréfamarkaði endurreist? Hvað getur Kauphöllin gert í því efni og hvaða úrbætur þarf á umhverfi eftirlits og löggjafar? Hvernig gerum við mest gagn í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan? Þessum spurningum höfum við í Kauphöllinni mikið velt fyrir okkur að undanförnu. Svörin birtast að hluta í þeirri framtíðarsýn sem við vinnum með um þessar mundir. Þar er gengið út frá djúpri en skammvinnri efnahagslægð í þá veru sem að framan greinir. Að baki liggur að fylgt verði skynsamlegri efnahagsstefnu og hratt og örugglega verði horfið frá haftastefnu og ríkisafskiptum af atvinnulífi. Markaðsbúskapur verði að nýju einkennandi fyrir efnahagslífið áður en langt um líður. Þannig gerum við ráð fyrir að hagvöxtur glæðist þegar líða tekur á árið 2010 og þegar 2011 verði vöxturinn orðinn jafn meðalvexti til lengri tíma. Kauphöllin samanstendur í aðalatriðum af skuldabréfamarkaði og hlutabréfamarkaði. Að öllum líkindum verður markaðurinn með skuldabréf fljótur að ná sér. Reyndar hafa þegar birst skýr batamerki á þessum markaði. Góður upptaktur er í veltunni og við reiknum með að skuldabréfamarkaðurinn nái fullum bata þegar á næsta ári. Mikil þörf verður fyrir nýjar útgáfur skuldabréfa og markaðurinn hér á landi er bæði öflugur og skilvirkur, meðal annars er óvíða sem viðskipti parast með rafrænum hætti í jafn ríkum mæli og í íslensku kauphöllinni. Nýmarkaðsvæðing hafinAðra sögu er að segja af hlutabréfamarkaðnum. Hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hefur verið undanfarin ár. Til marks um það má nefna að fyrir bankahrunið var samanlagt markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöllinni um 1500 milljarðar króna eða sem samvarar um 120% af landsframleiðslu. Þetta er svipuð stærð á hlutabréfamarkaði miðað við stærð hagkerfis og algengt er í þeim löndum sem fremst standa í efnahagsmálum. Eftir hrunið er heildarvirði fyrirtækjanna um 250 milljarðar króna eða rétt um 20% af landsframleiðslu og þar með er Ísland sennilega með minnsta hlutabréfamarkaðinn af þeim löndum sem við höfum talið eðlilegt að bera okkur saman við. Hér er því mikið verk að vinna. Brýnt er að hefja sem fyrst nýmarkaðsvæðinguna. Hvergi í þeim löndum sem standa fremst á sviði efnahagsmála gegnir ríkið jafn stóru hlutverki í hagkerfinu og reyndin er orðin á Íslandi. Til að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið er nauðsynlegt að endurskipuleggja þjóðarbúskapinn. Í þessari endurskipulagningu felst meðal annars að færa ríkisfyrirtækin á ný í hendurnar á einstaklingum og markaðnum. Þetta ferli þarf að hefja sem fyrst. Við þurfum nýja markaðsvæðingu atvinnulífsins sem byggir á traustum innviðum, gagnsæi og skynsamlegri stjórn efnahags- og peningamála. Kauphöllin er vel í stakk búin til að sinna nýmarkaðsvæðingunni. Í því sambandi nægir að nefna að hún er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki, NASDAQ OMX, sem rekur næst stærstu kauphöll í heimi. Hún býr að einu fullkomnasta og hraðvirkasta viðskiptakerfi sem völ er á í heiminum og sýnileiki fyrirtækja og aðgengi fjárfesta er líklega það besta sem býðst. Þetta getum við nýtt okkur í því uppbyggingarstarfi sem í hönd fer. Bati á næsta áriEn hvað er raunhæft að uppbyggingarstarfið taki langan tíma? Hér er horft til þess að í lok árs 2010 verði á ný öflugur hlutabréfamarkaður á Íslandi. Þá er miðað við að samanlagt virði skráðra félaga verði um 1000 milljarðar króna eða svo eða sem svarar til um 60-80% af landsframleiðslu. Hlutabréfamarkaðurinn yrði þar með svipaður að stærð og í Danmörku og Noregi þegar tillit er tekið til stærðar hagkerfisins. Þetta eru þau markmið sem Kauphöllin hefur sett sér. Í stuttu máli að skuldabréfamarkaðurinn nái sér að fullu á árinu 2009 og að hlutabréfamarkaðurinn verði kominn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010. Til þess að umrædd markmið náist þarf margt að ganga upp við endurreisn efnahagslífsins. Þar skiptir mestu máli að efnahagslífið rétti úr kútnum í samræmi við þá spá sem lýst var hér á undan og öflugum markaðsbúskap verði aftur komið á. Það eru forsendur nýs hagvaxtarskeiðs. Þetta er hægt að gera og myndin af efnahagslífinu í Kauphöllinni getur litið býsna vel út að tveimur árum liðnum ef vel er á málum haldið.
Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Sjá meira