Verstu viðskipti ársins 2008 31. desember 2008 00:01 Róbert Wessman Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverðustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati valnefndar Markaðarins. Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká Markaðir Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká
Markaðir Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent