Hörð lending eða tilslökun vaxta 13. febrúar 2008 00:01 Ásgeir Jónsson, sem er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, fór síðasta fimmtudag yfir væntingar bankans vegna stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans á morgun. Hann segir búist við 50 punkta lækkun vaxta. Kaupþing spáir stýrivaxtalækkun, en Glitnir og Landsbankinn óbreyttum vöxtum á fundi Seðlabanka Íslands á morgun. Í ólíkri sýn bankanna á ákvörðun Seðlabankans endurspeglast mat þeirra á til hvaða þátta bankinn komi til með að horfa þegar vextir eru ákvarðaðir. Glitnir telur að Seðlabankinn verði varfærinn og horfi til óvissuþátta, svo sem um niðurstöðu kjarasamninga og spennu sem enn sé á vinnumarkaði, meðan Kaupþing telur bankann munu horfa til váboða vegna hraðrar kólnunar efnahagslífsins þar sem alþjóðleg fjármálakreppa hafi sett veruleg strik í alla reikninga. Landsbankinn telur Seðlabankann jafnfram munu bíða eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu sem áhrif geti haft hér. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar bankans, teljur jafnvel líklegt að Seðlabankinn hér lækki vexti í mars, utan skipulagðra ákvörðunardaga. Þrír boðberar þrengingaIngólfur Bender Greiningardeild Glitnis spáir óbreyttum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á morgun og telur að bankinn stígi varlega til jarðar vegna ýmissa óvissuþátta. Ingólfur Bender, forstöðumaður deildarinnar, sést hér á nýlegum hagspárfundi.„Vextirnir eru mjög háir. Þeir eru 13,75 prósent og við álítum að verulega áhættusamt sé að halda þeim mjög háum með því markmiði að lækka þá mjög hratt síðar," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann reiknar með því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti um 0,50 prósentustig, eða 50 punkta, á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar. Hann segir núverandi vaxtastefnu Seðlabankans, eins og hún komi fyrir í Peningamálum, efnahagsriti bankans, vera nær örugga leið að „mjög harðri lendingu og hættulega nærri fjármálaóstöðugleika" verði henni haldið til streitu við núverandi aðstæður í efnahagslífinu.Kaupþing kynnti undir lok síðustu viku hagspá greiningardeildar bankans fyrir árin 2008 til 2010 undir yfirskriftinni „Efnahagshorfur að vetri". Ásgeir segir þrjá boðbera helsta um kólnun í íslensku efnahagslífi, en það er þróun verðs hlutabréfa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, fimm ára skuldatryggingarálag bankanna sem nú er í hæstu hæðum og fallandi velta á fasteignamarkaði. Ásgeir segir þróun í hagkerfinu mjög hraða nú vegna erlendra áhrifa. Hann segir lækkun eignaverðs, aukið skuldatryggingarálag (CDS) og almennan óróleika á erlendum lausafjármörkuðum nú leggjast svo þungt á eina sveif með mjög háum stýrivöxtum hér að raunveruleg hætta sé á brotlendingu hagkerfisins. „Í öllu falli ætti núverandi staða að gefa Seðlabanka Íslands færi á því að fara að fordæmi erlendra seðlabanka og lækka vexti án þess að glata trúverðugleika sínum eða virðingu á markaði."Lækkun inn í kreppuTími kominn á lækkun Mjög er þrýst á Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti, en bankinn kynnir á morgun ákvörðun bankastjórnarinnar í þeim efnum. Styrivextir standa núna í 13,75 prósentum. Greiningardeildir bankanna telja líklegt að vaxtalækkunarferill bankans eins og hann var kynntur í síðustu hagspá hans þarfnist endurskoðunar við, enda hafi aðstæður breyst. Markaðurinn/GVAKaupþing segir mikilvægt að Seðlabankinn taki að fikra sig niður til lægri vaxta, hvort sem það verður á þessum vaxtaákvörðunarfundi, eða þeim næsta sem er í apríl. Haldi bankinn lengur að sér höndum gæti það þýtt verulegar þrengingar í efnahagslífinu, enda hafi andstæð þróun á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum, auk stórfellds samdráttar í umsvifum á fasteignamarkaði síðustu fimm mánuði, skerpt á biti stýrivaxta Seðlabankans. „Það sem meira er - svo mikið bakslag á fjármálamörkuðum skapar hættu fyrir fjármálastöðugleika og jafnframt mjög harðri lendingu ef stýritækjum Seðlabankans er ekki beitt með fullri varúð," segir í nýrri hagspá bankans. „Það er mat Greiningardeildar að Seðlabankinn fylgist grannt með þróun mála og sé ekki tilbúinn að taka þá miklu áhættu sem fylgir því að tefja lækkun stýrivaxta þar til efnahagslífið er raunverulega komið í kreppu."Greiningardeild Glitnis er á sama máli hvað varðar kólnun hagkerfisins og segir útlit fyrir að hún verði hraðari en búist var við í ársbyrjun þegar birt var bæði gengis- og stýrivaxtaspá. „Veður eru enn válynd á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hagtölur sem birst hafa að undanförnu frá helstu hagkerfum heims sýna að enn er ekki útséð hvernig þeim óróa mun lykta. Skert aðgengi að lánsfé, lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkun íbúðaverðs hér á landi eru á meðal þeirra þátta sem draga úr innlendri eftirspurn á komandi mánuðum," segir í nýrri umfjöllun bankans.Verðbólga enn yfir markmiðumEdda Rós Karlsdóttir Aukavaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands í mars er ekki ólíklegur, að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, forstaöðumanns greiningardeildar Landsbankans.Bent er á að verðbólga sé enn mikil og langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. „Útlit er fyrir að hún verði um 6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins, ríflega prósentu meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá sinni," segir bankinn og vísar þar til síðustu útgáfu Peningamála. „Mikil spenna er enn á vinnumarkaði og óvissa þar sem enn er ófyrirséð hver niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verður." Greiningardeild Glitnis telur af þessum sökum að Seðlabanki Íslands komi til með að halda að sér höndum á morgun og haldi stýrivöxtum óbreyttum.„Við gerum hins vegar ráð fyrir að innlend eignaverðsáhrif, lánsfjárskortur, ásamt óhagstæðum skilyrðum á fjármálamörkuðum dragi úr verðbólguþrýstingi á komandi mánuðum og skapi skilyrði sem gera Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti hraðar en við áður töldum," segir í umfjöllun Glitnis. Spáir bankinn því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig á þarnæsta vaxtaákvörðunarfundi 10. apríl. „Við gerum ráð fyrir að vextir verði lækkaðir nokkuð ört og að þeir standi í 11 prósentum í árslok og í 7 prósentum í lok næsta árs."Aukavaxtaákvörðunardagur í mars?StýrivaxtaferlarEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, útilokar ekki vaxtalækkun nú, en telur þó líklegra að Seðlabankinn bíði enn um sinn, þar til skýrari tölur sjást um samdrátt í efnahagslífinu.„Eðli þeirra breytinga sem orðið hafa í umhverfinu eru slíkar að ólíklegt er að þessar klassísku hagtölur fangi þær fljótt. Við teljum hins vegar líklegt að bankinn lækki vexti í mars," segir hún, en það yrði þá fyrir utan skipulagða vaxtaákvörðunardaga bankans, en Seðlabankinn hefur áður lýst því yfir að hann telji sig ekki bundinn af þeim og kunni að breyta vöxtum ef tilefni gefst til. „Við horfum á tvennt í þessu efni, annars vegar stýrivaxtaákvörðun evrópska seðlabankans sem verður í marsbyrjun og finnst líklegt að hún komi til með að ráða töluverðu. Ef þeir lækkuðu vexti yrði það tilefni til að okkar menn skoðuðu málin. Hins vegar er svo ársfundur Seðlabankans 28. mars, en þá fer bankastjórn yfir efnahagshorfurnar og tilefni til að koma með ákvörðun." Að öðrum kosti telur Edda ljóst að Seðlabankinn muni hefja lækkunarferli stýrivaxta í síðasta lagi á vaxtaákvörðunardeginum 11. apríl, enda liggi þá fyrir ítarleg greining á efnahagsaðstæðum frá bankanum sjálfum, í nýrri útgáfu Peningamála.Eins telur Edda Rós að Seðlabankinn bíði eftir að sjá niðurstöðu kjarasamninga áður en ákvörðun er tekin um næstu skref. Stýrivextir bankans segir hún hins vegar að bíti sem aldrei fyrr. „Aðhaldssemi vaxtanna hefur aukist margfalt á við það sem verið hefur að gerast í stýrivaxtabreytingum eða aðgerðum Seðlabankans undanfarið. Núna standa fleiri frammi fyrir þessum vöxtum og færri, ef einhverjir, sem aðgang hafa að ódýru erlendu lánsfé, þannig að þessi umskipti eru náttúrlega gríðarleg."Hraða vaxtalækkunarferilsins segir Edda Rós munu ráðast af ytri aðstæðum í hagkerfinu og þróun á gengi krónunnar, en greiningardeildin hafði reiknað með um það bil prósentustigs lækkun á hverjum ársfjórðungi. „Sögulega höfum við séð þetta gerast mjög skarpt. Í síðasta vaxtalækkunarferli gaf krónan sig til að mynda ekki, heldur var búin að því áður. Núna erum við búin að fá hæga veikingu, en krónan verður viðkvæm og er náttúrlega svartipéturinn í þessu hvað framhaldið varðar." Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Kaupþing spáir stýrivaxtalækkun, en Glitnir og Landsbankinn óbreyttum vöxtum á fundi Seðlabanka Íslands á morgun. Í ólíkri sýn bankanna á ákvörðun Seðlabankans endurspeglast mat þeirra á til hvaða þátta bankinn komi til með að horfa þegar vextir eru ákvarðaðir. Glitnir telur að Seðlabankinn verði varfærinn og horfi til óvissuþátta, svo sem um niðurstöðu kjarasamninga og spennu sem enn sé á vinnumarkaði, meðan Kaupþing telur bankann munu horfa til váboða vegna hraðrar kólnunar efnahagslífsins þar sem alþjóðleg fjármálakreppa hafi sett veruleg strik í alla reikninga. Landsbankinn telur Seðlabankann jafnfram munu bíða eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Evrópu sem áhrif geti haft hér. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar bankans, teljur jafnvel líklegt að Seðlabankinn hér lækki vexti í mars, utan skipulagðra ákvörðunardaga. Þrír boðberar þrengingaIngólfur Bender Greiningardeild Glitnis spáir óbreyttum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á morgun og telur að bankinn stígi varlega til jarðar vegna ýmissa óvissuþátta. Ingólfur Bender, forstöðumaður deildarinnar, sést hér á nýlegum hagspárfundi.„Vextirnir eru mjög háir. Þeir eru 13,75 prósent og við álítum að verulega áhættusamt sé að halda þeim mjög háum með því markmiði að lækka þá mjög hratt síðar," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann reiknar með því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti um 0,50 prósentustig, eða 50 punkta, á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á morgun, fimmtudaginn 14. febrúar. Hann segir núverandi vaxtastefnu Seðlabankans, eins og hún komi fyrir í Peningamálum, efnahagsriti bankans, vera nær örugga leið að „mjög harðri lendingu og hættulega nærri fjármálaóstöðugleika" verði henni haldið til streitu við núverandi aðstæður í efnahagslífinu.Kaupþing kynnti undir lok síðustu viku hagspá greiningardeildar bankans fyrir árin 2008 til 2010 undir yfirskriftinni „Efnahagshorfur að vetri". Ásgeir segir þrjá boðbera helsta um kólnun í íslensku efnahagslífi, en það er þróun verðs hlutabréfa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, fimm ára skuldatryggingarálag bankanna sem nú er í hæstu hæðum og fallandi velta á fasteignamarkaði. Ásgeir segir þróun í hagkerfinu mjög hraða nú vegna erlendra áhrifa. Hann segir lækkun eignaverðs, aukið skuldatryggingarálag (CDS) og almennan óróleika á erlendum lausafjármörkuðum nú leggjast svo þungt á eina sveif með mjög háum stýrivöxtum hér að raunveruleg hætta sé á brotlendingu hagkerfisins. „Í öllu falli ætti núverandi staða að gefa Seðlabanka Íslands færi á því að fara að fordæmi erlendra seðlabanka og lækka vexti án þess að glata trúverðugleika sínum eða virðingu á markaði."Lækkun inn í kreppuTími kominn á lækkun Mjög er þrýst á Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti, en bankinn kynnir á morgun ákvörðun bankastjórnarinnar í þeim efnum. Styrivextir standa núna í 13,75 prósentum. Greiningardeildir bankanna telja líklegt að vaxtalækkunarferill bankans eins og hann var kynntur í síðustu hagspá hans þarfnist endurskoðunar við, enda hafi aðstæður breyst. Markaðurinn/GVAKaupþing segir mikilvægt að Seðlabankinn taki að fikra sig niður til lægri vaxta, hvort sem það verður á þessum vaxtaákvörðunarfundi, eða þeim næsta sem er í apríl. Haldi bankinn lengur að sér höndum gæti það þýtt verulegar þrengingar í efnahagslífinu, enda hafi andstæð þróun á hlutabréfa- og fjármálamörkuðum, auk stórfellds samdráttar í umsvifum á fasteignamarkaði síðustu fimm mánuði, skerpt á biti stýrivaxta Seðlabankans. „Það sem meira er - svo mikið bakslag á fjármálamörkuðum skapar hættu fyrir fjármálastöðugleika og jafnframt mjög harðri lendingu ef stýritækjum Seðlabankans er ekki beitt með fullri varúð," segir í nýrri hagspá bankans. „Það er mat Greiningardeildar að Seðlabankinn fylgist grannt með þróun mála og sé ekki tilbúinn að taka þá miklu áhættu sem fylgir því að tefja lækkun stýrivaxta þar til efnahagslífið er raunverulega komið í kreppu."Greiningardeild Glitnis er á sama máli hvað varðar kólnun hagkerfisins og segir útlit fyrir að hún verði hraðari en búist var við í ársbyrjun þegar birt var bæði gengis- og stýrivaxtaspá. „Veður eru enn válynd á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hagtölur sem birst hafa að undanförnu frá helstu hagkerfum heims sýna að enn er ekki útséð hvernig þeim óróa mun lykta. Skert aðgengi að lánsfé, lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði og lækkun íbúðaverðs hér á landi eru á meðal þeirra þátta sem draga úr innlendri eftirspurn á komandi mánuðum," segir í nýrri umfjöllun bankans.Verðbólga enn yfir markmiðumEdda Rós Karlsdóttir Aukavaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands í mars er ekki ólíklegur, að mati Eddu Rósar Karlsdóttur, forstaöðumanns greiningardeildar Landsbankans.Bent er á að verðbólga sé enn mikil og langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. „Útlit er fyrir að hún verði um 6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins, ríflega prósentu meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá sinni," segir bankinn og vísar þar til síðustu útgáfu Peningamála. „Mikil spenna er enn á vinnumarkaði og óvissa þar sem enn er ófyrirséð hver niðurstaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verður." Greiningardeild Glitnis telur af þessum sökum að Seðlabanki Íslands komi til með að halda að sér höndum á morgun og haldi stýrivöxtum óbreyttum.„Við gerum hins vegar ráð fyrir að innlend eignaverðsáhrif, lánsfjárskortur, ásamt óhagstæðum skilyrðum á fjármálamörkuðum dragi úr verðbólguþrýstingi á komandi mánuðum og skapi skilyrði sem gera Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti hraðar en við áður töldum," segir í umfjöllun Glitnis. Spáir bankinn því að stýrivextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig á þarnæsta vaxtaákvörðunarfundi 10. apríl. „Við gerum ráð fyrir að vextir verði lækkaðir nokkuð ört og að þeir standi í 11 prósentum í árslok og í 7 prósentum í lok næsta árs."Aukavaxtaákvörðunardagur í mars?StýrivaxtaferlarEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, útilokar ekki vaxtalækkun nú, en telur þó líklegra að Seðlabankinn bíði enn um sinn, þar til skýrari tölur sjást um samdrátt í efnahagslífinu.„Eðli þeirra breytinga sem orðið hafa í umhverfinu eru slíkar að ólíklegt er að þessar klassísku hagtölur fangi þær fljótt. Við teljum hins vegar líklegt að bankinn lækki vexti í mars," segir hún, en það yrði þá fyrir utan skipulagða vaxtaákvörðunardaga bankans, en Seðlabankinn hefur áður lýst því yfir að hann telji sig ekki bundinn af þeim og kunni að breyta vöxtum ef tilefni gefst til. „Við horfum á tvennt í þessu efni, annars vegar stýrivaxtaákvörðun evrópska seðlabankans sem verður í marsbyrjun og finnst líklegt að hún komi til með að ráða töluverðu. Ef þeir lækkuðu vexti yrði það tilefni til að okkar menn skoðuðu málin. Hins vegar er svo ársfundur Seðlabankans 28. mars, en þá fer bankastjórn yfir efnahagshorfurnar og tilefni til að koma með ákvörðun." Að öðrum kosti telur Edda ljóst að Seðlabankinn muni hefja lækkunarferli stýrivaxta í síðasta lagi á vaxtaákvörðunardeginum 11. apríl, enda liggi þá fyrir ítarleg greining á efnahagsaðstæðum frá bankanum sjálfum, í nýrri útgáfu Peningamála.Eins telur Edda Rós að Seðlabankinn bíði eftir að sjá niðurstöðu kjarasamninga áður en ákvörðun er tekin um næstu skref. Stýrivextir bankans segir hún hins vegar að bíti sem aldrei fyrr. „Aðhaldssemi vaxtanna hefur aukist margfalt á við það sem verið hefur að gerast í stýrivaxtabreytingum eða aðgerðum Seðlabankans undanfarið. Núna standa fleiri frammi fyrir þessum vöxtum og færri, ef einhverjir, sem aðgang hafa að ódýru erlendu lánsfé, þannig að þessi umskipti eru náttúrlega gríðarleg."Hraða vaxtalækkunarferilsins segir Edda Rós munu ráðast af ytri aðstæðum í hagkerfinu og þróun á gengi krónunnar, en greiningardeildin hafði reiknað með um það bil prósentustigs lækkun á hverjum ársfjórðungi. „Sögulega höfum við séð þetta gerast mjög skarpt. Í síðasta vaxtalækkunarferli gaf krónan sig til að mynda ekki, heldur var búin að því áður. Núna erum við búin að fá hæga veikingu, en krónan verður viðkvæm og er náttúrlega svartipéturinn í þessu hvað framhaldið varðar."
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira