Erlent

Óttast átök gyðinga og kaþólskra

Óli Tynes skrifar
Bekedikt páfi
Bekedikt páfi

Bæði Gyðingar og kaþólikkar hafa áhyggjur af samskiptum trúarbragða sinna ef Páfagarður ákveður að hverfa aftur til latneskrar messu. Búist er við að Benedikt páfi tilkynni bráðlega að byrjað verði að messa aftur á latínu. Með því er komið til móts við íhaldsöfl kirkjunnar sem löngum hafa gagnrýnt þá ákvörðun sem tekin var 1965 um að messur skyldu fara fram á tungumáli hvers lands fyrir sig.

Vandkvæðin gagnvart Gyðingum eru þau að í hinum hefðbundna latneska texta er sagt að Gyðingar búi í blindu og myrkri. Guð er beðinn um að lyfta hulunni af hjarta þeirra svo að einnig þeir megi viðurkenna Jesús Krist.

Þessi texti endurspeglar á engan hátt breytt hugarfar kirkjunnar gagnvart gyðingum. Mjög hefur dregið úr andúð hennar á þeim og Jóhannes Páll páfi kallaði þá gjarnan "eldri bræður" kristinna manna. Því hafa menn nú áhyggjur af því hvort gömlu latínutextarnir verði notaðir óbreyttir. Það gæti leitt til árekstra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×