Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:44 Fram kemur í greinargerð með tillögunni að álft hafi verið friðuð á Íslandi frá árinu 1913 en álftarstofninn hafi stækkað verulega. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira