Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi 24. mars 2007 12:45 Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Varaforseti Íraks segist fullviss um að hægt verði að senda erlenda hermenn heim frá Írak fyrir þann tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp um rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Afganistan og Írak sem á að duga út þetta ár. Demókratar bættu ákvæði við frumvarpið sem felur í sér að bardagasveitir Bandaríkjahers verði kallaðar heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Atkvæði voru greidd um frumvarpið í fulltrúadeilinni síðdegis í gær og var það samþykkt með 6 atkvæða mun. Þingmenn kusu samkvæmt flokkslínum. Flestir repúblíkanar voru því andvígir og sögðu að með þessu væri nánast verið að viðurkenna ósigur í Írak. Öldungadeild á eftir að taka frumvarpið til meðferðar, og gæti það jafnvel orðið strax eftir helgi. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hann ætlaði að beita neitunarvaldi sínu á frumvarpið yrði það samþykkt óbreytt og heimkvaðningarákvæðið ennþá hluti af því. Það er því ljóst að ákvæðið nær ekki fram að ganga. Bandaríkjaforseti segir aðgerðir demókrata í fulltrúadeild aðeins tefja nauðsynlega fjárveitingu sem gagnist bandarískum hermönnum og fjölskyldum þeirra. Bush hefur ekki viljað dagsetja brotthvarf hermanna, segir það aðeins gagnast andspyrnumönnum í Írak sem hefðu þá tiltekna dagsetningu til að stefna að og benda á. Því virðist Tareq al-Hashemi, varaforseti Íraks, ekki vera sammála. Hann sagði í morgun að hersveitir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra ættu að geta farið frá landinu innan 18 mánaða. Þá gætu íraskar sveitir séð um öryggisgæslu í landinu án aðstoðar. Al-Hashemi fagnaði heimkvaðningarákvæði demókrata en lagði áherslu á að erlendar hersveitir gætu ekki farið fyrr en þær írösku væru tilbúnar að taka við. Nú skorti þær fagmennsku og tryggð við ríkisstjórn landsins, auk þess sem liðsmenn væru enn of fáir. Þetta yrði breytt eftir eitt og hálft ár, jafnvel fyrr. Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Bandaríkjaforseti ætlar að beita neitunarvaldi á frumvarp sem felur í sér heimkvaðningu bandarískra bardagasveita frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Varaforseti Íraks segist fullviss um að hægt verði að senda erlenda hermenn heim frá Írak fyrir þann tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær frumvarp um rúmlega 8.000 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstursins í Afganistan og Írak sem á að duga út þetta ár. Demókratar bættu ákvæði við frumvarpið sem felur í sér að bardagasveitir Bandaríkjahers verði kallaðar heim frá Írak fyrir 1. september 2008. Atkvæði voru greidd um frumvarpið í fulltrúadeilinni síðdegis í gær og var það samþykkt með 6 atkvæða mun. Þingmenn kusu samkvæmt flokkslínum. Flestir repúblíkanar voru því andvígir og sögðu að með þessu væri nánast verið að viðurkenna ósigur í Írak. Öldungadeild á eftir að taka frumvarpið til meðferðar, og gæti það jafnvel orðið strax eftir helgi. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að hann ætlaði að beita neitunarvaldi sínu á frumvarpið yrði það samþykkt óbreytt og heimkvaðningarákvæðið ennþá hluti af því. Það er því ljóst að ákvæðið nær ekki fram að ganga. Bandaríkjaforseti segir aðgerðir demókrata í fulltrúadeild aðeins tefja nauðsynlega fjárveitingu sem gagnist bandarískum hermönnum og fjölskyldum þeirra. Bush hefur ekki viljað dagsetja brotthvarf hermanna, segir það aðeins gagnast andspyrnumönnum í Írak sem hefðu þá tiltekna dagsetningu til að stefna að og benda á. Því virðist Tareq al-Hashemi, varaforseti Íraks, ekki vera sammála. Hann sagði í morgun að hersveitir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra ættu að geta farið frá landinu innan 18 mánaða. Þá gætu íraskar sveitir séð um öryggisgæslu í landinu án aðstoðar. Al-Hashemi fagnaði heimkvaðningarákvæði demókrata en lagði áherslu á að erlendar hersveitir gætu ekki farið fyrr en þær írösku væru tilbúnar að taka við. Nú skorti þær fagmennsku og tryggð við ríkisstjórn landsins, auk þess sem liðsmenn væru enn of fáir. Þetta yrði breytt eftir eitt og hálft ár, jafnvel fyrr.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira